Er hægt að komast yfir framhjáhald? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2025 09:59 Fólk sem heldur framhjá maka sínum gerir það vegna þess að því líður illa. Getty Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun. Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun.
Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein