Íslenski boltinn

Blindraþraut fyrir risa­leik: „Þetta er svo vand­ræða­legt“

Sindri Sverrisson skrifar
Sammy Smith kann svo sannarlega að koma boltanum í markið en það er aðeins flóknara þegar maður sér ekki neitt.
Sammy Smith kann svo sannarlega að koma boltanum í markið en það er aðeins flóknara þegar maður sér ekki neitt. Skjáskot/ÍTF

Það var svo sannarlega skellihlegið þegar fulltrúar Breiðabliks og FH mættust í skemmtilegri blindraþraut á Kópavogsvelli, fyrir rosalegt uppgjör þessara efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta annað kvöld.

Skammt er síðan að liðin mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og þar höfðu Blikakonur að lokum betur í framlengdum spennuleik.

Nú er svo komið að lykilleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og verður flautað til leiks á Kópavogsvelli annað kvöld klukkan 19:15. Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.

Það verður ekkert gefið eftir á morgun og það var einnig keppnisskap í blindraþrautinni, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þar öttu þær Kristín Dís Árnadóttir og Sammy Smith úr Breiðabliki kappi við Örnu Eiríksdóttur og Andreu Rán Snæfeld úr FH.

Klippa: Blindrabolti fyrir stórleik Breiðabliks og FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×