Körfubolti

Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Íslands láta ekki sitt eftir liggja.
Stuðningsmenn Íslands láta ekki sitt eftir liggja. vísir/hulda margrét

Þrátt fyrir að ljóst sé að íslenska karlalandsliðið í körfubolta komist ekki í sextán liða úrslit á EM er engan bilbug á stuðningsmönnum þess að finna.

Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum á EM í dag. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Líkt fyrir fyrstu fjóra leikina á EM söfnuðust stuðningsmenn Íslands saman í miðborg Katowice áður en það hélt í Spodek-höllina þar sem allir leikirnir í D-riðli mótsins fara fram.

Hulda Margrét Óladóttir var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá í fréttinni.


Tengdar fréttir

Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, varð í gær aðeins fimmtándi körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd.

„Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“

Aleksej Nikolic, leikmaður slóvenska landsliðsins, og Aleksander Sekulic, þjálfari þess, lofuðu íslenska landsliðið í hástert eftir leik liðanna á EM í gær. Ísland eigi að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×