Íslenski boltinn

Mættust í fótboltagolfi fyrir stór­leik kvöldsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingarnir Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Arna Eiríksdóttir mættu Blikunum Sammy Smith og Kristínu Dís Árnadóttur í fótboltagolfi.
FH-ingarnir Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Arna Eiríksdóttir mættu Blikunum Sammy Smith og Kristínu Dís Árnadóttur í fótboltagolfi.

Tvö efstu lið Bestu deildar kvenna í fótbolta, Breiðablik og FH, mætast í stórleik í kvöld. Að því tilefni mættust leikmenn liðanna í fótboltagolfi.

Blikarnir Kristín Dís Árnadóttir og Sammy Smith og FH-ingarnir Arna Eiríksdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir öttu kappi í fótboltagolfi á Kópavogsvelli þar sem þær hituðu upp fyrir leik kvöldsins.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig leikmönnunum reiddi af í fótboltagolfinu.

Klippa: Fótboltagolf fyrir stórleik Breiðabliks og FH

Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar með fjörutíu stig en FH í 2. sætinu með 35 stig. Þremur umferðum er ólokið áður en deildinni verður skipt upp.

Breiðablik og FH mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á dögunum þar sem Blikar höfðu betur, 3-2, eftir framlengingu.

Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×