Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 13:43 Sameinaða útgáfufélagið sem Jón Trausti Reynisson (t.v.) stýrir keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta, (t.h.) á eina krónu í fyrra. Vísir Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina. Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári. Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Sameinaða útgáfufélagið tók yfir starfssamninga tveggja blaðamanna þegar það keypti Mannlíf af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta Reynissonar, framkvæmdastjóra Sameinaða útgáfufélagsins. Á sama tíma yfirtók það væntan rétt á endurgreiðslum ríkisins á ritstjórnarkostnaði vegna rekstur Mannlífs í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi útgáfufélagsins. Alþingi hefur hins vegar ekki framlengt þessa styrki til fjölmiðla þó að það hafi verið boðað. Útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar hefur verið fækkað úr fjórum í einn á mánuði og starfsfólki sagt upp til þess að bregðast við tekjufallinu. Útgáfufélagið hagnaðist um 5,8 milljónir króna í fyrra en var ellefu milljónir árið áður. Eigið fé þess nam 1,3 milljónum við árslok sem var milljón meira en árið 2023. Félag Reynis á meðal stærstu hluthafa Skuldir útgáfufélagsins við eigendur sína jukust um hátt í fjörutíu milljónir króna á milli ára. Það skuldar nú eigendum sínum 47 milljónir króna. Stærsti einstaki hluthafinn í Sameinaða útgáfufélaginu er félagið Miðeind ehf. í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar með tíu prósent eignarhlut. Hann stækkaði um 3,24 prósentustig á milli ára. Sjö hluthafar eru með 7,64 prósent eignarhlut hver, þar á meðal Jón Trausti, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, og félag í eigu Reynis Traustasonar. Félagið HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins Grid, á 6,90 prósent hlut. Bæði Vilhjálmur og Hjálmar hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins í fyrra vegna áformanna um kaupin á Mannlífi. Þeir voru báðir á meðal helstu bakhjarla vefmiðilsins Kjarnans sem rann saman við Stundina þegar Heimildin varð til árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og stofnandi Kjarnans, lét af störfum hjá Heimildinni í fyrra. Í ársreikningnum kemur fram að kostnaður við starfslokasamnings sem stjórn félagsins gerði við ritstjóra Heimildarinnar í ágúst í fyrra verði færður til bókar og greiddur að hluta á þessu ári.
Fjölmiðlar Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. 22. ágúst 2025 09:24