„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 15:22 Líkt og aðrir leikmenn Íslands átti Tryggvi lakan leik gegn Frakklandi. vísir / hulda margrét Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum