Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 17:15 Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli hafa tekið þátt í störfum Ungs jafnaðarfólks undanfarin ár. Samsett Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn. Samfylkingin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, meistaranemi í lögfræði og sitjandi forseti, tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að hún myndi sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. „Undanfarin tvö ár hafa verið lærdómsríkari og skemmtilegri en ég hefði getað ímyndað mér. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína aftur. Ég tel að sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast innan hreyfingarinnar muni koma að góðum notum hljóti ég traust landsþings,“ segir Lilja Hrönn. Jóhannes Óli Sveinsson, hagfræðinemi og samfélagsmiðlastjóri UJ, tilkynnti framboð sitt í gær. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook-síðunni sinni sýnir hann plagat sem á stendur „Jóli fer í framboð.“ „Fyrir mér er verkefnið næstu árin skýrt, að stækka hreyfinguna í takt við aukið fylgi flokksins. Við þurfum að gera öllu ungu fólki, um allt land ljóst að Ungt jafnaðarfólk er sterk hreyfing, sem rúmar mismunandi skoðanir og þar getur þú haft áhrif. Ég treysti mér fyllilega til að leiða hreyfinguna í þessu verkefni og því óska ég eftir þínum stuðningi,“ skrifar Jóhannes Óli við færsluna. Bæði Lilja Hrönn og Jóhannes Óli tóku bæði fyrst sæti í stjórn UJ árið 2021. Lilja Hrönn hóf störf sem málefna- og viðburðastýra en Jóhannes Óli sem framhaldsskólafulltrúi. Þar á eftir tók Lilja Hrönn við embætti varaforseta og Jóhannes viðburðarstjóra- og samstarfsfulltrúa. Árið 2023 var Lilja Hrönn síðan kjörin forseti og Jóhannes varaforseti. Lilja Hrönn hélt starfi sínu áfram árið 2024 á meðan Jóhannes tók við stöðu samfélagsmiðlastjóra. Kjörið verður í stjórn Ungs jafnaðarfólks á landsþingi þeirra þann 13. september. Forseti er kjörinn til að sinna embættinu í tvö ár í senn.
Samfylkingin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira