Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira