Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2025 23:02 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira