Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 23:15 Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson, stjórnarfólk í Búsetufrelsi og íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. aðsend Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. „Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis. Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis.
Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02