Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2025 13:02 Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira