Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Lovísa Arnardóttir skrifar 8. september 2025 14:22 Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir umsóknum hafa fjölgað mikið milli ára. Til hægri má sjá skjáskot úr auglýsingu á Tiktok um hversu auðvelt og ódýrt er að koma til Íslands til að læra. Vísir/Anton Brink og Skjáskot/Tiktok Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Fjallað var um það á Vísi fyrir rúmri viku að fjöldi alþjóðlegri nemenda væri mjög áhyggjufullur vegna tafa við afgreiðslu á dvalarleyfum til náms hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt svörum frá stofnuninni fjölgaði umsóknum um 40 prósent á milli ára. Alls bárust rúmlega 700 umsóknir og bárust um 38 prósent þeirra eftir 1. júní en umsækjendum er ráðlagt að skila inn fyrir þann tíma til að geta hafið nám í september. Mega ekki koma fyrr en dvalarleyfið liggur fyrir Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að áritunarskyldir einstaklingar, það er þeir sem þurfa vegabréfsáritun til að koma til landsins, megi ekki vera staddir á landinu á meðan sótt er um dvalarleyfi og umsóknin til vinnslu. Íbúar til dæmis Schengen-landa þurfa ekki slíka áritun og gætu beðið á Íslandi á meðan umsókn er tekin fyrir. Það geta til dæmis íbúar Nígeríu og Pakistan ekki en 229 umsóknir af 744 eru frá þessum tveimur löndum. Silja Bára segir háskólann ekki hafa hert á reglum sínum í ár sem segi til um að nemendur verði að vera komnir til landsins 1. september í síðasta lagi til að geta sinnt því námi sem þeir voru teknir inn í fyrr á árinu. „Bent er á að kennsla hófst 18. ágúst og því um nokkurn sveigjanleika að ræða. Vegna þeirra tafa sem vitað er af hafa sumar námsleiðir ákveðið að hefja kennslu seinna en áætlað var,“ segir Silja Bára í skriflegu svari til fréttastofu um málið. Flestar umsóknir um dvalarleyfi vegna náms eru samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun frá Nígeríu, eða alls 138. Þar á eftir eru umsóknir frá Bandaríkjunum sem eru alls 127 og svo Pakistan en þær eru alls 91. Þá eru 79 umsóknir frá Gana og 60 frá Filippseyjum. Fimmtán til tuttugu umsóknir eru svo frá Úganda, Kamerún, Japan, Kanada og Bretlandi. Í sumum myndböndunum er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig megi sækja um og hvaða skilyrðum umsækjendur þurfi að uppfylla. Skjáskot/Tiktok Fjölgun megi rekja til Tik-Tok Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um að þessa fjölgun mætti að einhverju leyti rekja til auglýsinga á samfélagsmiðlinum TikTok um að auðvelt og ódýrt sé að koma til Íslands til að læra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fjallað einnig um það í nýlegri grein á Vísi að í Nígeríu væri Ísland auglýst sem „auðvelt land“. „Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum,“ sagði dómsmálaráðherra í grein sinni. Fjölda myndbanda má finna á TikTok við leit um nám við íslenska háskóla, en að neðan má sjá eitt slíkt og skjáskot af fleirum að ofan og neðan. @noxacomedy Study in Iceland for free. #study #studyabroad #travel #viralvideo #viraltiktok #goviral ♬ original sound - Noxacomedy Í yfirlýsingu frá Röskvu, stúdentahreyfingar við Háskóla Íslands, í síðustu viku vegna málsins kom fram að alþjóðlegir nemendur væru í miklum vandræðum og að aðstæður hefðu aldrei verið svona erfiðar áður. Í yfirlýsingunni er fullyrt að nemendur hafi fyrri ár getað hafið nám þó svo að dvalarleyfi hafi ekki verið samþykkt. Í svari rektors til fréttastofu varðandi þetta kemur fram að almennt hafi umsækjendur ekki getað hafið nám við skólann fyrr en þeir hafi fengið dvalarleyfi eða vegabréfsáritun og getað komið til landsins. „Undantekningar hafa verið í fjarnámi, þar sem nemendur hafa í sumum tilvikum getað hafið undirbúning námsins áður en þeir komu til landsins, með því að fá námsefni sent í tölvupósti. Þetta fyrirkomulag hefur gilt um árabil og er enn í gildi,“ segir Silja Bára. Fjölmargar auglýsingar er að finna á samfélagsmiðlinum TikToko um að auðvelt og ódýrt sé að koma til Íslands til að læra, jafnvel með alla fjölskylduna. Skjáskot/Tiktok Í yfirlýsingu Röskvu segir einnig að margir nemendur hafi ekki fengið bréf um að hafa verið samþykktir í nám fyrr en í lok maí og það hafi því reynst þeim erfitt að skila öllum gögnum fyrir 1. júní til Útlendingastofnunar. Í svar til fréttastofu hvað þetta varðar segir Silja Bára að síðustu ár hafi fjöldi umsókna verið áþekkur en að í fyrra hafi verið gríðarleg fjölgun. „Almennt fá umsækjendur svar í upphafi maímánaðar. Í þeim námsleiðum þar sem inntökuferli krefst viðtala og/eða inntökuprófa, eru svör í sumum tilvikum veitt síðar“, segir í svarinu. Samspil inntöku og meðhöndlunar dvalarleyfa Spurð hversu margir nemendur hafi fengið synjun um að hefja nám vegna þess að þau eru ekki mætt til landsins svarar Silja Bára því að umsækjendum sé tilkynnt að ekki sé hægt að hefja nám síðar en 1. september og þeir geti því almennt ekki vænst þess að geta hafið nám síðar. „Háskóli Íslands hefur ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema en ljóst er að samspil inntöku og meðhöndlunar dvalarleyfa hefur valdið meiri töfum í ár en áður. Skylda skólans er að tryggja gæði náms og kennslu, þess vegna er umsækjendum bent á að vera komnir í upphafi misseris,“ segir að lokum í svari hennar. Háskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fjallað var um það á Vísi fyrir rúmri viku að fjöldi alþjóðlegri nemenda væri mjög áhyggjufullur vegna tafa við afgreiðslu á dvalarleyfum til náms hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt svörum frá stofnuninni fjölgaði umsóknum um 40 prósent á milli ára. Alls bárust rúmlega 700 umsóknir og bárust um 38 prósent þeirra eftir 1. júní en umsækjendum er ráðlagt að skila inn fyrir þann tíma til að geta hafið nám í september. Mega ekki koma fyrr en dvalarleyfið liggur fyrir Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að áritunarskyldir einstaklingar, það er þeir sem þurfa vegabréfsáritun til að koma til landsins, megi ekki vera staddir á landinu á meðan sótt er um dvalarleyfi og umsóknin til vinnslu. Íbúar til dæmis Schengen-landa þurfa ekki slíka áritun og gætu beðið á Íslandi á meðan umsókn er tekin fyrir. Það geta til dæmis íbúar Nígeríu og Pakistan ekki en 229 umsóknir af 744 eru frá þessum tveimur löndum. Silja Bára segir háskólann ekki hafa hert á reglum sínum í ár sem segi til um að nemendur verði að vera komnir til landsins 1. september í síðasta lagi til að geta sinnt því námi sem þeir voru teknir inn í fyrr á árinu. „Bent er á að kennsla hófst 18. ágúst og því um nokkurn sveigjanleika að ræða. Vegna þeirra tafa sem vitað er af hafa sumar námsleiðir ákveðið að hefja kennslu seinna en áætlað var,“ segir Silja Bára í skriflegu svari til fréttastofu um málið. Flestar umsóknir um dvalarleyfi vegna náms eru samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun frá Nígeríu, eða alls 138. Þar á eftir eru umsóknir frá Bandaríkjunum sem eru alls 127 og svo Pakistan en þær eru alls 91. Þá eru 79 umsóknir frá Gana og 60 frá Filippseyjum. Fimmtán til tuttugu umsóknir eru svo frá Úganda, Kamerún, Japan, Kanada og Bretlandi. Í sumum myndböndunum er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig megi sækja um og hvaða skilyrðum umsækjendur þurfi að uppfylla. Skjáskot/Tiktok Fjölgun megi rekja til Tik-Tok Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um að þessa fjölgun mætti að einhverju leyti rekja til auglýsinga á samfélagsmiðlinum TikTok um að auðvelt og ódýrt sé að koma til Íslands til að læra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fjallað einnig um það í nýlegri grein á Vísi að í Nígeríu væri Ísland auglýst sem „auðvelt land“. „Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum,“ sagði dómsmálaráðherra í grein sinni. Fjölda myndbanda má finna á TikTok við leit um nám við íslenska háskóla, en að neðan má sjá eitt slíkt og skjáskot af fleirum að ofan og neðan. @noxacomedy Study in Iceland for free. #study #studyabroad #travel #viralvideo #viraltiktok #goviral ♬ original sound - Noxacomedy Í yfirlýsingu frá Röskvu, stúdentahreyfingar við Háskóla Íslands, í síðustu viku vegna málsins kom fram að alþjóðlegir nemendur væru í miklum vandræðum og að aðstæður hefðu aldrei verið svona erfiðar áður. Í yfirlýsingunni er fullyrt að nemendur hafi fyrri ár getað hafið nám þó svo að dvalarleyfi hafi ekki verið samþykkt. Í svari rektors til fréttastofu varðandi þetta kemur fram að almennt hafi umsækjendur ekki getað hafið nám við skólann fyrr en þeir hafi fengið dvalarleyfi eða vegabréfsáritun og getað komið til landsins. „Undantekningar hafa verið í fjarnámi, þar sem nemendur hafa í sumum tilvikum getað hafið undirbúning námsins áður en þeir komu til landsins, með því að fá námsefni sent í tölvupósti. Þetta fyrirkomulag hefur gilt um árabil og er enn í gildi,“ segir Silja Bára. Fjölmargar auglýsingar er að finna á samfélagsmiðlinum TikToko um að auðvelt og ódýrt sé að koma til Íslands til að læra, jafnvel með alla fjölskylduna. Skjáskot/Tiktok Í yfirlýsingu Röskvu segir einnig að margir nemendur hafi ekki fengið bréf um að hafa verið samþykktir í nám fyrr en í lok maí og það hafi því reynst þeim erfitt að skila öllum gögnum fyrir 1. júní til Útlendingastofnunar. Í svar til fréttastofu hvað þetta varðar segir Silja Bára að síðustu ár hafi fjöldi umsókna verið áþekkur en að í fyrra hafi verið gríðarleg fjölgun. „Almennt fá umsækjendur svar í upphafi maímánaðar. Í þeim námsleiðum þar sem inntökuferli krefst viðtala og/eða inntökuprófa, eru svör í sumum tilvikum veitt síðar“, segir í svarinu. Samspil inntöku og meðhöndlunar dvalarleyfa Spurð hversu margir nemendur hafi fengið synjun um að hefja nám vegna þess að þau eru ekki mætt til landsins svarar Silja Bára því að umsækjendum sé tilkynnt að ekki sé hægt að hefja nám síðar en 1. september og þeir geti því almennt ekki vænst þess að geta hafið nám síðar. „Háskóli Íslands hefur ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema en ljóst er að samspil inntöku og meðhöndlunar dvalarleyfa hefur valdið meiri töfum í ár en áður. Skylda skólans er að tryggja gæði náms og kennslu, þess vegna er umsækjendum bent á að vera komnir í upphafi misseris,“ segir að lokum í svari hennar.
Háskólar Skóla- og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira