Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2025 16:00 Bergþór Másson segir að það sé ekki góð fjárfesting að kaupa sér íbúð. Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa. Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu. Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd. „Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu. „Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleðihormón að læra eitthvað nýtt, sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Öllum sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“ Peningakerfið byggt á lygum Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum. „Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“ Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera. „Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór. Tekur því ef hann tapar öllu Hann sér fyrir sér að ferðast um á einkaþotu, bjóða vinunum með, borða bestu steikurnar í Japan, gefa út bækur, miðla sínum listrænu hugmyndum til allra. Vera með sín eigin listamannalaun á Íslandi. Hann segist ekkert hafa efast um ákvörðun sína. Hann treysti sér. „Ég trúi á guð. Ég er búinn að gefa honum líf mitt. Hann leiðir mig áfram og verndar mig. Það er heilagur íslenskur andi,“ segir Bergþór. En ef allt fer á versta veg? „OK, ég tapa einhverjum milljónum. Hverjum er ekki sama. Lífið heldur bara áfram.“ Hann hafi engu að tapa. Allt gerist af því það eigi að gerast. „Ef ég er sendur af stað í þetta dæmi til að læra sturlaða lexíu og missa aleiguna, þá tek ég því. Svo bara held ég áfram og byggi upp á nýtt. Byrja á núlli.“ Hér að neðan má innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjármál heimilisins Rafmyntir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira