Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2025 19:14 Guðrún Karls Helgudóttir segir kyrrðarstundina í kvöld mikilvæga. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“ Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“
Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira