Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. september 2025 09:39 Trúlofunin var eins og atriði úr rómantískri kvikmynd. Persónulegt og fallegt. Instagram Sænska ofurfyrirsætan Elsa Hosk og breski athafnamaðurinn Tom Daly eru trúlofuð, tíu árum eftir að þau byrjuðu saman. Hosk greindi frá tímamótunum með fallegri myndafærslu á Instagram í gær, þar sem meðal annars mátti sjá trúlofunarhring hennar sem er stærðarinnar demantshringur frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Hosk og Daly byrjuðu saman árið 2015 og eiga eina dóttur, Tuulikki Joan, sem er fjögurra ára gömul. Þau búa saman í New York í Bandaríkjunum. „Ég sagði já í sænskum villiblómagarði í nýju íbúðinni okkar, í borginni þar sem við kynntumst fyrir tíu árum, bara við tvö,“ skrifaði Hosk við færsluna. Bónorðið var afar rómantískt. Daly hafði skreytt íbúðina með fallegum sænskum blómum og kertaljósum, og kom fyrirsætunni bersýnilega á óvart. Síðar um daginn kom Daly Hosk á óvart með trúlofunarpartýi á veitingastað í nágrenninu, þar sem vinir og fjölskylda biðu þeirra og sprungu confetti-sprengjur þegar þau gengu inn. Hamingjuóskum rignir yfir parið, meðal annars frá raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, fyrirsætunni Ashley Graham og leikkonunni Shay Mitchell. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Táknrænn fyrir árafjöldann Trúlofunarhringurinn hefur vakið mikla athygli bandarískra slúðurmiðla. Samkvæmt Page Six er um tíu karata demantur í miðjunni, metinn á 350–500 þúsund bandaríkjadali, en „premium“-verð gæti numið allt að einni milljón dali. Miðað við núverandi gengi er hringurinn metinn á bilinu 43 til 123 milljónir íslenskra króna. Hringurinn er með sporöskjulaga demanti í miðjunni ásamt 46 kringlóttum demöntum utan um frá Botsvana. Kegan Fisher, eigandi skartgripaverslunarinnar Frank Darling, segir í samtali við Page Six að hringurinn sé afar táknrænn fyrir árin sem þau hafa verið saman. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Ein af englum Victoriu Hosk hóf feril fyrirsætuferilinn snemma á tíunda áratugnum. Hún hefur unnið fyrir stór nöfn í tískuheiminum, þar á meðal var hún ein af hinum viðfrægu Victoria's Secret englum sem sýndu nýjustu undirfatalínur nærfatarisans á árlegri tískusýningu fyrirtækisins. Sýningin naut mikilla vinsælda og var hún einn stærsti sjónvarpsviðburðurinn á ári hverju. Auk þess hefur hún setið fyrir á forsíðum helstu tískutímarita í heimi. Victoria's Secret tískusýning í New York árið 2018.Getty/by Taylor Hill/FilmMagic Daly er breskur frumkvöðull og einn af stofnendum fyrirtækisins District Vision sem sérhæfir sig í hágæða hlaupagleraugum og útivistavörum. Fyrirtækið sameinar hönnun og virkni með það að markmiði að bæta frammistöðu og upplifun hlaupara. Tímamót Ástin og lífið Bandaríkin Trúlofun Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Hosk og Daly byrjuðu saman árið 2015 og eiga eina dóttur, Tuulikki Joan, sem er fjögurra ára gömul. Þau búa saman í New York í Bandaríkjunum. „Ég sagði já í sænskum villiblómagarði í nýju íbúðinni okkar, í borginni þar sem við kynntumst fyrir tíu árum, bara við tvö,“ skrifaði Hosk við færsluna. Bónorðið var afar rómantískt. Daly hafði skreytt íbúðina með fallegum sænskum blómum og kertaljósum, og kom fyrirsætunni bersýnilega á óvart. Síðar um daginn kom Daly Hosk á óvart með trúlofunarpartýi á veitingastað í nágrenninu, þar sem vinir og fjölskylda biðu þeirra og sprungu confetti-sprengjur þegar þau gengu inn. Hamingjuóskum rignir yfir parið, meðal annars frá raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, fyrirsætunni Ashley Graham og leikkonunni Shay Mitchell. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Táknrænn fyrir árafjöldann Trúlofunarhringurinn hefur vakið mikla athygli bandarískra slúðurmiðla. Samkvæmt Page Six er um tíu karata demantur í miðjunni, metinn á 350–500 þúsund bandaríkjadali, en „premium“-verð gæti numið allt að einni milljón dali. Miðað við núverandi gengi er hringurinn metinn á bilinu 43 til 123 milljónir íslenskra króna. Hringurinn er með sporöskjulaga demanti í miðjunni ásamt 46 kringlóttum demöntum utan um frá Botsvana. Kegan Fisher, eigandi skartgripaverslunarinnar Frank Darling, segir í samtali við Page Six að hringurinn sé afar táknrænn fyrir árin sem þau hafa verið saman. View this post on Instagram A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa) Ein af englum Victoriu Hosk hóf feril fyrirsætuferilinn snemma á tíunda áratugnum. Hún hefur unnið fyrir stór nöfn í tískuheiminum, þar á meðal var hún ein af hinum viðfrægu Victoria's Secret englum sem sýndu nýjustu undirfatalínur nærfatarisans á árlegri tískusýningu fyrirtækisins. Sýningin naut mikilla vinsælda og var hún einn stærsti sjónvarpsviðburðurinn á ári hverju. Auk þess hefur hún setið fyrir á forsíðum helstu tískutímarita í heimi. Victoria's Secret tískusýning í New York árið 2018.Getty/by Taylor Hill/FilmMagic Daly er breskur frumkvöðull og einn af stofnendum fyrirtækisins District Vision sem sérhæfir sig í hágæða hlaupagleraugum og útivistavörum. Fyrirtækið sameinar hönnun og virkni með það að markmiði að bæta frammistöðu og upplifun hlaupara.
Tímamót Ástin og lífið Bandaríkin Trúlofun Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira