Birti bónorðið í Bændablaðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2025 11:48 Bónorðið í Bændablaðinu vakti lukku og eru þau Freyr og Guðrún Vaka nú trúlofuð. „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu? Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu?
Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira