Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 20:02 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira