Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 09:01 Illa hefur gengið hjá KR-ingunum hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar í sumar. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. Tapið á sunnudaginn var jöfnun á stærsta tapi KR í deildakeppni frá því keppni á Íslandsmótinu hófst 1912. KR-ingar eru í 10. sæti Bestu deildar karla með 24 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir leikina fimm í úrslitakeppninni. Í Stúkunni í gær fóru þeir Baldur og Sigurbjörn yfir upplegg KR-inga í leiknum gegn Víkingum. Baldur segir að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, hafi orðið á messunni. „Ég heyrði Óskar líka tala um að mönnum leið kannski ekkert voðalega vel í varnarleiknum og það gerðu þeir svo sannarlega ekki því þarna voru menn, margir hverjir, nánast að spila nýjar stöður. Fyrstu þrjú mörk Víkinga er uppstillingunni að kenna vil ég meina,“ sagði Baldur. „Til að bæta ofan á það gerðist það sem við höfum séð í dálítið langan tíma; þessi svokallaða rangstöðuvörn KR, hvernig þeir stoppa og ætla alltaf að reyna að spila andstæðinginn rangstæðan. Þeir standa bara, bíða og vona að hlaupið komi ekki. Þetta er svo sérstakur varnarleikur. Við Bjössi spiluðum old boys leik við fimmtuga Skota í fyrra og þeir spiluðu svona vörn, því þeir höfðu ekki hreyfigetuna til að hlaupa til baka. Þeir standa hátt, lyfta upp höndinni og vonast eftir rangstöðu. Klók lið refsa svona,“ sagði Baldur ennfremur yfir myndefni af mislukkaðri rangstöðutaktík KR. Klippa: Stúkan - umræða um upplegg KR Baldur segir að Óskar Hrafn hafi nánast gefið frat í varnarleik KR í sumar. „Hvernig þeir eru að spila og hvernig hann hefur hundsað varnarleikinn alveg frá byrjun, talað um að þeir ætli bara að taka sóknarleikinn fyrir og varnarleikurinn kemur svo bara seinna. Það er aldeilis að koma í bakið á þeim núna og hefur versnað og versnað,“ sagði Baldur. „Þetta eru ekki slæmir leikmenn. Kannski ekki jafn góðir og við vorum með í Blikaliðinu. Þetta er kannski ekki Íslandsmeistarahópur en það hjálpar þeim ekki að vera að spila svona. Við erum að horfa á mjög fína leikmenn í efstu deild spila mjög illa út af því hvernig þeir stilla upp.“ Sigurbjörn tók svo til máls. „Leikurinn minnti mig á unga gamla á æfingu. Ungir með boltann, allir að hlaupa og flott en svo rúlla gamlir upp leiknum,“ sagði Sigurbjörn. Hann er sannfærður um að ef KR bjargar sér frá falli muni liðið koma sterkara til baka og Óskari takist að fara með það á þann stað sem hann vill. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03 Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Tapið á sunnudaginn var jöfnun á stærsta tapi KR í deildakeppni frá því keppni á Íslandsmótinu hófst 1912. KR-ingar eru í 10. sæti Bestu deildar karla með 24 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir leikina fimm í úrslitakeppninni. Í Stúkunni í gær fóru þeir Baldur og Sigurbjörn yfir upplegg KR-inga í leiknum gegn Víkingum. Baldur segir að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, hafi orðið á messunni. „Ég heyrði Óskar líka tala um að mönnum leið kannski ekkert voðalega vel í varnarleiknum og það gerðu þeir svo sannarlega ekki því þarna voru menn, margir hverjir, nánast að spila nýjar stöður. Fyrstu þrjú mörk Víkinga er uppstillingunni að kenna vil ég meina,“ sagði Baldur. „Til að bæta ofan á það gerðist það sem við höfum séð í dálítið langan tíma; þessi svokallaða rangstöðuvörn KR, hvernig þeir stoppa og ætla alltaf að reyna að spila andstæðinginn rangstæðan. Þeir standa bara, bíða og vona að hlaupið komi ekki. Þetta er svo sérstakur varnarleikur. Við Bjössi spiluðum old boys leik við fimmtuga Skota í fyrra og þeir spiluðu svona vörn, því þeir höfðu ekki hreyfigetuna til að hlaupa til baka. Þeir standa hátt, lyfta upp höndinni og vonast eftir rangstöðu. Klók lið refsa svona,“ sagði Baldur ennfremur yfir myndefni af mislukkaðri rangstöðutaktík KR. Klippa: Stúkan - umræða um upplegg KR Baldur segir að Óskar Hrafn hafi nánast gefið frat í varnarleik KR í sumar. „Hvernig þeir eru að spila og hvernig hann hefur hundsað varnarleikinn alveg frá byrjun, talað um að þeir ætli bara að taka sóknarleikinn fyrir og varnarleikurinn kemur svo bara seinna. Það er aldeilis að koma í bakið á þeim núna og hefur versnað og versnað,“ sagði Baldur. „Þetta eru ekki slæmir leikmenn. Kannski ekki jafn góðir og við vorum með í Blikaliðinu. Þetta er kannski ekki Íslandsmeistarahópur en það hjálpar þeim ekki að vera að spila svona. Við erum að horfa á mjög fína leikmenn í efstu deild spila mjög illa út af því hvernig þeir stilla upp.“ Sigurbjörn tók svo til máls. „Leikurinn minnti mig á unga gamla á æfingu. Ungir með boltann, allir að hlaupa og flott en svo rúlla gamlir upp leiknum,“ sagði Sigurbjörn. Hann er sannfærður um að ef KR bjargar sér frá falli muni liðið koma sterkara til baka og Óskari takist að fara með það á þann stað sem hann vill. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03 Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
„Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03
Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46