Lífið

Keyptu vist­vænt hús í Garða­bæ af með­limi Sigur Rósar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þórhildur og Kjartan festu kaup á húsinu í lok júli.
Þórhildur og Kjartan festu kaup á húsinu í lok júli.

Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti miðlinum Sundur og saman, og eiginmaður hennar Kjartan Logi Ágústsson, hafa fest kaup á fallegu vistvænu raðhúsi við Kinnargötu í Urriðaholti í Garðabæ.

Hjónin greiddu 150 milljónir fyrir eignina en húsið fór ekki á almenna sölu. Húsið keyptu þau af Georgi Holm bassa­leik­ara Sig­ur Rósar og eig­in­konu hans, Svan­hvíti Tryggva­dótt­ur fram­leiðanda hjá Sagafilm.

Um er að ræða 150 fermetra hús á tveimur hæðum. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Í lýsingu eignarinnar frá fasteignasölu kemur fram að húsið sé sérsniðið að þörfum nútímafólks, fjölskyldum og fólki sem stundar útivist og hreyfingu:

„Í hönnunarferli húsanna hefur verið hugað vel að innra skipulagi húsanna, náttúrulegri dagsbirtu, ómtíma innan rýma, loftgæðum og sýnilegu náttúrulegu efnisvali. Til að tryggja heildaryfirbragð allra húsa í verkefninu eru lóðir fullhannaðar og verður skilað til kaupenda fullfrágengnum með skjólveggjum, sólpöllum, hellulögnum og gróðri.“

Hinum megin við Elliðavatnsveg, til hliðar við húsið, er golfvöllurinn Urriðavöllur sem er talinn einn af betri golfvöllum landins og náttúruparadísin Heiðmörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.