Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 10:20 Júlía Navalnaja segir eiginmann sinn hafa verið myrtan. Hún er sjálf skotmark rússneskra stjórnvalda sem líða ekkert andóf. Vísir/EPA Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. „Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
„Þessar rannsóknastofur í tveimur ólíkum löndum komust að sömu niðurstöðu: Alexei var drepinn. Nánar tiltekið, það var eitrað fyrir honum,“ skrifaði Júlía Navalnaja á samfélagsmiðilinn X í dag. Hún tilgreindi ekki hvað eitur ætti að hafa verið notað. Sagði hún að lífsýnum úr eiginmanni hennar hefði verið smyglað úr landi í fyrra og þau send á rannsóknastofurnar, að því er segir í frétt Reuters. Navalní lést skyndilega í afskekktu fangelsi í norðanverðu Rússlandi í febrúar í fyrra. Hann afplánaði þar nítján ára fangelsisdóm sem hann fullyrti að ætti sér pólitískar rætur. Navalnaja hefur frá upphafi haldið því fram að eiginmaður hennar hafi verið drepinn í fangelsinu en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að Navalní hefði látist af völdum nokkurra sjúkdóma. Vladímír Pútín forseti veitti fangelsismálastjóra sínum vegtyllu þremur dögum eftir dauða Navalní í fangelsi hans. Eitrað var fyrir Navalní árið 2020. Hann var þá fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrátt fyrir banatilræðið sneri hann aftur til Rússlands árið eftir. Þar var hann handtekinn, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái eftir eitrunina. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafa lýst stjórnmálahreyfingu Navalní ólögleg öfgasamtök. Á þeim grundvelli hafa þau sótt ýmsa bandamenn Navalní til saka. Gáfu þau nýlega út handtökuskipun á hendur ekkju Navalní fyrir að eiga aðild að „öfgasamtökunum“.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“