Golf

Rosa­legt prump sam­herja setti Hatton út af laginu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyrrell Hatton sprakk úr hlátri þegar liðsfélagi hans rak við.
Tyrrell Hatton sprakk úr hlátri þegar liðsfélagi hans rak við.

Lið Evrópu og Bandaríkjanna búa sig nú undir Ryder-bikarinn í golfi. Ekki vantar léttleikann hjá evrópska liðinu eins og sást á æfingu þess í gær.

Tyrrell Hatton var þá að undirbúa högg af teig þegar samherji hans rak tvisvar við, hátt og snjallt.

Hatton átti erfitt með sig og sprakk á endanum úr hlátri eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Hatton gladdist mjög þegar hann tryggði sér sæti í Ryder-liði Evrópu og datt hressilega í það ásamt Jon Rahm. Enski kylfingurinn tók svo vel á því að hann vaknaði allur útataður í eigin ælu.

„Þegar ég kom upp á herbergi féll ég í rúmið og á magann og þegar ég vaknaði hafði ég ælt í þeirri stellingu. Ég var allur út í ælu, hendurnar, skyrtan og þegar ég leit í spegilinn var ég með ælu á andlitinu. Hún var líka í rúminu,“ sagði Hatton.

Ryder-bikarinn 2025 fer fram í New York um þarnæstu helgi. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið á Ítalíu fyrir tveimur árum.

Hinn 33 ára Hatton hefur þrívegis áður keppt í Ryder-bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×