„Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2025 07:09 Marta segir flest erindi sem henni berast varða upplýsingagjöf og samskipti. Hún segist ekki hafa fundið fyrir því að einhverjar deildir séu að standa sig verr en aðrar. Vísir/Anton Brink „Mín svona fyrsta tilfinning er að við, heilbrigðisstarfsmenn, þurfum meiri þjálfun í að eiga í samskiptum,“ segir Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítalanum, um reynslu sína af starfinu. Marta var ráðin í nýtt stöðugildi talskonu sjúklinga á vormánuðum í fyrra. Hún segir starfið enn í þróun en hingað til hafi reynslan sýnt að full þörf sé á því, bæði til að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda og til að betrumbæta þjónustu spítalans. Hægt er að hafa samband við talskonu sjúklinga með því að senda inn erindi á vefsíðu Landspítalans eða með því að hringja í aðalnúmerið 543-1000 og óska eftir símtali. Marta segist yfirleitt hafa samband á innan við þremur til fimm virkum dögum. Á síðustu sex mánuðum hafa henni borist 95 óskir um símtal og um 250 erindi með tölvupósti. Upplýsingskortur og samskiptaerfiðleikar „Það getur verið svo erfitt fyrir fólk að kvarta. Það er í svo viðkvæmri stöðu. Maður er kannski sjúklingur og upplifir að það er einhver dónalegur við mann, er ekki að hlusta, og þá er svo erfitt að standa í því,“ segir Marta um upplifun sjúklinga. Hún gerir skýran greinarmun á talskonustarfinu og embættinu „umboðsmaður“, til dæmis barna og Alþingis; hún sé ekki löglærð og öll formleg erindi fari í annan farveg innan spítalans. „Ég er miklu meira að aðstoða fólk,“ útskýrir hún. „Ef ættingjum finnst þeir til dæmis ekki fá nægar upplýsingar. Eða ef það er kominn upp einhver samskiptavandi. Eða það kemur eitthvað upp á þannig að fólk þarf stuðning; ef það er til dæmis búið að reyna og reyna að fá þjónustu en það hefur ekkert gengið.“ Langflestar fyrirspurnirnar sem hún fái snúi að því að fólk eigi erfitt með að fá upplýsingar en þá sé samskiptavandi einnig nokkuð tíður. Hún hafi meðal annars stutt fólk með því að mæta með því í læknatíma eða vera með á fjölskyldufundum. Það geti einnig verið afar gagnlegt fyrir starfsmenn, þegar upp er kominn núningur. Að sögn Mörtu gerir Landspítalinn greinarmun á ábendingum og athugasemdum; hún taki við ábendingum, veiti upplýsingar og reyni að liða fyrir samskiptum en athugasemdir fari í formlegri farveg. Marta hefur það einnig á höndum að gera þjónustukannanir spítalans og hún segir það koma skýrt fram hvað fólk sé þakklátt þegar samskiptin ganga vel og það upplifir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hlustað á sig. Kvartanirnar varði helst andstæðuna; að fólk upplifi að það hafi ekki verið hlustað á sig. Erfitt að ná í gegn „Fólk með flókin vandamál, ekki vel skilgreinda sjúkdóma. Eitthvað flókið sem erfitt er að finna lausn á; það er svolítið það fólk sem er að hafa samband við mig,“ segir Marta. „Því það velkist kannski svolítið á milli og það er enginn einn sem tekur ábyrgð gagnvart því.“ Þá sé nokkuð algengt að fólk upplifi að hafa fengið þau skilaboð að það eigi hreinlega ekkert heima á þeim stað þar sem það hefur leitað eftir þjónustu, annað hvort sé það ekki raunverulega veikt eða það eigi frekar að leita þjónustu á öðrum stað. Aðstandendur fá ekki nægilega fræðslu eða stuðning. Sjúklingar fá ekki nægilega fræðslu eða upplýsingar, kerfið er flókið og það vantar oft skriflegar leiðbeiningar og/eða upplýsingar, eða að veita upplýsingar á þann hátt að fólk skilur. Sjúklingar eða aðstandendur hafa upplifað neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu frá heilbrigðisstarfsfólki Fólk þekkir ekki réttindi sín, vantar upplýsingar um hvert þau geta leitað eftir aðstoð. Eitthvað hefur farið úrskeiðis eða mistök verið gerð. Þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis reynast samskipti oft mjög erfið og þá þurfa sjúklingar og aðstandendur stuðning; það er krefjandi að vera bæði sjúklingur og þurfa að standa með sjálfum sér á sama tíma. Álag sé vissulega partur af vandamálinu en einnig að oft virðist erfitt fyrir fólk að ná inn á spítalann til að fá upplýsingar. Þeim sé beint annað eða bent á að hafa samband ef eitthvað kemur upp á en þegar á hólminn sé komið sé erfitt að ná í viðkomandi aðila eða þjónustu. Marta svarar því strax játandi þegar hún er spurð að því hvort það sé þá ekki gagnlegt fyrir spítalann og þjónustuna að hún safni þessum ábendingum saman. Maður sér fyrir sér að einhver af vandamálunum séu auðleysanleg, þegar búið er að bera kennsl á þau... Hún nefnir biðlista sem dæmi; það væri afar gagnlegt ef sjúklingar gætu sjálfir fylgst með stöðu sinni á biðlistum og sótt upplýsingar um áætlaðan biðtíma. „Vill bara fá að ræða upplifun sína af þjónustunni“ Marta hefur hafið samtal við sjúklingasamtök, sem hún segir meðal annars hafa varpað skýrara ljósi á skort á samráðsvettvangi varðandi þjónustu Landspítalans, til dæmis aðkomu sjúklinga að þróun lausna á borð við Landspítala-appið. Þá ítrekar hún hvað það getur verið erfitt fyrir sjúklinga í viðkvæmri stöðu að kvarta en áréttar að allir megi hafa samband við sig, óháð því hvort það vill taka málið lengra. „Fólk má líka hafa samband við mig þó það vilji ekki að ég geri neitt. Það er mjög gagnlegt að heyra hvað fólk hefur að segja, þó það vilji ekki að ég setji málið í einhvern farveg. Stundum er þetta bara þannig að fólk vill fá aðstoð áfram eða stuðning eða eitthvað slík og yfirleitt er það ekkert mál,“ segir Marta. „Yfirleitt er fólk mjög þakklátt og oft vill það bara fá að ræða við mig í síma og svo gerum við ekkert meira. Það vill bara fá að ræða upplifun sína af þjónustunni.“ Marta, sem hefur unnið á Landspítalanum frá 2008, segir starfsfólkið almennt hafa tekið sér vel í nýju starfi. „Mitt hlutverk er alls ekkki að koma og skamma starfsfólk. Heldur bara að hjálpa til að liðka fyrir samskiptum eða benda á eitthvað sem hefur kannski ekki gengið alveg nógu vel. Og mér finnst fólk alveg átta sig á því að það er gagnlegt að hafa samband við mig.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Marta var ráðin í nýtt stöðugildi talskonu sjúklinga á vormánuðum í fyrra. Hún segir starfið enn í þróun en hingað til hafi reynslan sýnt að full þörf sé á því, bæði til að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda og til að betrumbæta þjónustu spítalans. Hægt er að hafa samband við talskonu sjúklinga með því að senda inn erindi á vefsíðu Landspítalans eða með því að hringja í aðalnúmerið 543-1000 og óska eftir símtali. Marta segist yfirleitt hafa samband á innan við þremur til fimm virkum dögum. Á síðustu sex mánuðum hafa henni borist 95 óskir um símtal og um 250 erindi með tölvupósti. Upplýsingskortur og samskiptaerfiðleikar „Það getur verið svo erfitt fyrir fólk að kvarta. Það er í svo viðkvæmri stöðu. Maður er kannski sjúklingur og upplifir að það er einhver dónalegur við mann, er ekki að hlusta, og þá er svo erfitt að standa í því,“ segir Marta um upplifun sjúklinga. Hún gerir skýran greinarmun á talskonustarfinu og embættinu „umboðsmaður“, til dæmis barna og Alþingis; hún sé ekki löglærð og öll formleg erindi fari í annan farveg innan spítalans. „Ég er miklu meira að aðstoða fólk,“ útskýrir hún. „Ef ættingjum finnst þeir til dæmis ekki fá nægar upplýsingar. Eða ef það er kominn upp einhver samskiptavandi. Eða það kemur eitthvað upp á þannig að fólk þarf stuðning; ef það er til dæmis búið að reyna og reyna að fá þjónustu en það hefur ekkert gengið.“ Langflestar fyrirspurnirnar sem hún fái snúi að því að fólk eigi erfitt með að fá upplýsingar en þá sé samskiptavandi einnig nokkuð tíður. Hún hafi meðal annars stutt fólk með því að mæta með því í læknatíma eða vera með á fjölskyldufundum. Það geti einnig verið afar gagnlegt fyrir starfsmenn, þegar upp er kominn núningur. Að sögn Mörtu gerir Landspítalinn greinarmun á ábendingum og athugasemdum; hún taki við ábendingum, veiti upplýsingar og reyni að liða fyrir samskiptum en athugasemdir fari í formlegri farveg. Marta hefur það einnig á höndum að gera þjónustukannanir spítalans og hún segir það koma skýrt fram hvað fólk sé þakklátt þegar samskiptin ganga vel og það upplifir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hlustað á sig. Kvartanirnar varði helst andstæðuna; að fólk upplifi að það hafi ekki verið hlustað á sig. Erfitt að ná í gegn „Fólk með flókin vandamál, ekki vel skilgreinda sjúkdóma. Eitthvað flókið sem erfitt er að finna lausn á; það er svolítið það fólk sem er að hafa samband við mig,“ segir Marta. „Því það velkist kannski svolítið á milli og það er enginn einn sem tekur ábyrgð gagnvart því.“ Þá sé nokkuð algengt að fólk upplifi að hafa fengið þau skilaboð að það eigi hreinlega ekkert heima á þeim stað þar sem það hefur leitað eftir þjónustu, annað hvort sé það ekki raunverulega veikt eða það eigi frekar að leita þjónustu á öðrum stað. Aðstandendur fá ekki nægilega fræðslu eða stuðning. Sjúklingar fá ekki nægilega fræðslu eða upplýsingar, kerfið er flókið og það vantar oft skriflegar leiðbeiningar og/eða upplýsingar, eða að veita upplýsingar á þann hátt að fólk skilur. Sjúklingar eða aðstandendur hafa upplifað neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu frá heilbrigðisstarfsfólki Fólk þekkir ekki réttindi sín, vantar upplýsingar um hvert þau geta leitað eftir aðstoð. Eitthvað hefur farið úrskeiðis eða mistök verið gerð. Þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis reynast samskipti oft mjög erfið og þá þurfa sjúklingar og aðstandendur stuðning; það er krefjandi að vera bæði sjúklingur og þurfa að standa með sjálfum sér á sama tíma. Álag sé vissulega partur af vandamálinu en einnig að oft virðist erfitt fyrir fólk að ná inn á spítalann til að fá upplýsingar. Þeim sé beint annað eða bent á að hafa samband ef eitthvað kemur upp á en þegar á hólminn sé komið sé erfitt að ná í viðkomandi aðila eða þjónustu. Marta svarar því strax játandi þegar hún er spurð að því hvort það sé þá ekki gagnlegt fyrir spítalann og þjónustuna að hún safni þessum ábendingum saman. Maður sér fyrir sér að einhver af vandamálunum séu auðleysanleg, þegar búið er að bera kennsl á þau... Hún nefnir biðlista sem dæmi; það væri afar gagnlegt ef sjúklingar gætu sjálfir fylgst með stöðu sinni á biðlistum og sótt upplýsingar um áætlaðan biðtíma. „Vill bara fá að ræða upplifun sína af þjónustunni“ Marta hefur hafið samtal við sjúklingasamtök, sem hún segir meðal annars hafa varpað skýrara ljósi á skort á samráðsvettvangi varðandi þjónustu Landspítalans, til dæmis aðkomu sjúklinga að þróun lausna á borð við Landspítala-appið. Þá ítrekar hún hvað það getur verið erfitt fyrir sjúklinga í viðkvæmri stöðu að kvarta en áréttar að allir megi hafa samband við sig, óháð því hvort það vill taka málið lengra. „Fólk má líka hafa samband við mig þó það vilji ekki að ég geri neitt. Það er mjög gagnlegt að heyra hvað fólk hefur að segja, þó það vilji ekki að ég setji málið í einhvern farveg. Stundum er þetta bara þannig að fólk vill fá aðstoð áfram eða stuðning eða eitthvað slík og yfirleitt er það ekkert mál,“ segir Marta. „Yfirleitt er fólk mjög þakklátt og oft vill það bara fá að ræða við mig í síma og svo gerum við ekkert meira. Það vill bara fá að ræða upplifun sína af þjónustunni.“ Marta, sem hefur unnið á Landspítalanum frá 2008, segir starfsfólkið almennt hafa tekið sér vel í nýju starfi. „Mitt hlutverk er alls ekkki að koma og skamma starfsfólk. Heldur bara að hjálpa til að liðka fyrir samskiptum eða benda á eitthvað sem hefur kannski ekki gengið alveg nógu vel. Og mér finnst fólk alveg átta sig á því að það er gagnlegt að hafa samband við mig.“
Aðstandendur fá ekki nægilega fræðslu eða stuðning. Sjúklingar fá ekki nægilega fræðslu eða upplýsingar, kerfið er flókið og það vantar oft skriflegar leiðbeiningar og/eða upplýsingar, eða að veita upplýsingar á þann hátt að fólk skilur. Sjúklingar eða aðstandendur hafa upplifað neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu frá heilbrigðisstarfsfólki Fólk þekkir ekki réttindi sín, vantar upplýsingar um hvert þau geta leitað eftir aðstoð. Eitthvað hefur farið úrskeiðis eða mistök verið gerð. Þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis reynast samskipti oft mjög erfið og þá þurfa sjúklingar og aðstandendur stuðning; það er krefjandi að vera bæði sjúklingur og þurfa að standa með sjálfum sér á sama tíma.
Landspítalinn Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira