Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 06:00 Myndin er af brasilískum olíupborpalli nærri Brasilíu. Vísir/EPA Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043. Finnist olía í vinnanlegu magni á svæðinu segir í nýrri samantekt Viðskiptaráðs að rannsóknir bendi til þess að á bilinu sex til tólf milljarða olíutunna sé að finna á svæðinu en það eru rannsóknir norskra olíufræðinga frá árinu 2013. Það þýði að verðmæti olíulindanna sé á bilinu 50 þúsund milljarðar króna til 100 þúsund milljarðar króna. Skatttekjur af olíulindunum yrðu á bilinu 51 til 102 milljón króna á hvern íslenskan ríkisborgara miðað við núverandi löggjöf um skattlagningu á kolvetnisvinnslu. Sú fjárhæð er ríflega 10 til 20-falt hærri en heildartekjur ríkisins á hvern ríkisborgara árið 2025. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að hann sjái ekki ástæðu til að banna olíuleit á Drekasvæðinu. Lögin væru skýr, hver sem er gæti sótt um leyfi til að leita að olíu og farið í mælingar og jafnvel grunna borun á hafsbotni. Fleiri hafa rætt um olíuleit í vikunni. Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy sagði ráðherra verð að tala af ábyrgð í kjölfar viðtals í vikunni. Formaður Miðflokksins var svo í viðtali í Bítinu í gær sömuleiðis þar sem hann talaði fyrir því að olíuleit hæfist á ný. Sjá einnig: Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Ekki sé þörf á nýjum olíuleitarverkefnum Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkustofnunar [e. International Energy Agency] kemur fram að þeirra mati þurfi ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum myndi minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að ríki haldi hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig sagt að ef þjóðir heims ætli að ná þessum markmiðum megi ekki hefja ný olíuleitarverkefni. Þjóðir ættu frekar að leggja áherslu á aðra orkugjafa eins og sólar- og vindorku. Forsendur útreikninga Viðskiptaráðs á verðmæti olíulinda eru að verð á olíutunnu sé 68 Bandaríkjadalir og vinnslukostnaður sé 22 bandaríkjadalir á tunnu. Einn bandaríkjadalur í þessum útreikningum samsvarar 122,5 íslenskum krónum. Í útreikningum Viðskiptaráðs er gert er ráð fyrir að jafnstórt svæði verði boðið út og árið 2012 og tímabil rannsókna og vinnslu sé einnig það sama. Verði enginn olíufundur í þessari leit segir í samantekt Viðskiptaráðs að það myndi samt sem áður hafa jákvæð áhrif á ríkissjóð í formi leyfisgjalda af sérleyfunum ásamt öðrum gjöldum sem innheimtast á meðan rannsóknir stæðu yfir. Tekjur ríkissjóðs af leyfisgjöldum og öðrum gjöldum yrði um 1,2 milljarðar íslenskra króna miðað við að rannsóknir standi yfir í átta ár á jafnstóru svæði og var í höndum leyfishafa í kjölfar útboðs árið 2012. Drekasvæðið er við Jan Mayen.Viðskiptaráð Í samantekt Viðskiptaráðs er farið ítarlega yfir það hvað Drekasvæðið er, hvar það er og hver eigi rétt til að leita þar að olíu. Þá er einnig farið nokkuð ítarlega yfir sögu olíuleitar á Íslandi sem hófst árið 1985 en lauk árið 2018 þegar tvö síðustu fyrirtækin sem voru með skiluðu þeim inn. Olíuleitarsögunni var svo lokað þegar ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks setti í stjórnarsáttmála árið 2021 að ekki yrðu gefin út fleiri leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Frá þeim tíma hafa engin sérleyfi til olíuleitar verið boðin út né tilkynnt um slík áform. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkustofnunar [e. International Energy Agency] kemur fram að þeirra mati þurfi ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum myndi minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að ríki haldi hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Söguleg samantekt á olíuleit á Íslandi úr samantekt Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig sagt að ef þjóðir heims ætli að ná þessum markmiðum megi ekki hefja ný olíuleitarverkefni. Þjóðir ættu frekar að leggja áherslu á aðra orkugjafa eins og sólar- og vindorku. Í samantekt Viðskiptaráðs segir að íslensk olía yrði ein sú umhverfisvænasta í heiminum með tilliti til losunar koltvísýrings. Á heimsvísu sé losun vegna olíuvinnslu afar misjöfn eftir bæði aðstæðum og vinnsluaðferðum. Til dæmis sé hún minnst í Noregi en nærri fimmfalt meiri í Venesúela, þar sem hún er mest. Á heimsvísu er losun CO2 vegna olíuvinnslu afar misjöfn eftir aðstæðum og vinnsluaðferðum. Þar sem losunin er minnst, í Noregi, er hún um fimmfalt lægri en þar sem hún er mest, í Venesúela. Minni losun á íslenskri olíu Í samantekt Viðskiptaráðs segir að þeirra mat byggi á því að olíuvinnsla á Íslandi yrði með sambærilegum hætti og í Noregi nema olíuborpallar yrðu ekki rafvæddir. Þá segir að eins megi áætla að losun vegna olíunotkunar Íslands myndi lækka verulega ef innfluttri olíu yrði skipt út fyrir þá sem kemur frá Drekasvæðinu. Um 60 prósent af innfluttri olíu landsins komi frá ríkjum sem hafa meiri losun en vænt losun af olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þannig myndi losun minnka, bæði vegna umhverfisvænni vinnslu og minni losunar við flutning olíunnar til landsins. Tímasett áætlun yrði leyfi gefið út á árinu úr samantekt Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Að lokum segir að miðað við forsendur fyrri sérleyfa sem voru gefin út til olíuleitar megi áætla að hægt væri að hefja olíuvinnslu á Íslandi eftir 16 til 18 ár frá því að rannsóknir hefjist að nýju, að því gefnu að olía finnist á svæðinu. Viðskiptaráð telur því að stjórnvöld ættu að bjóða út á ný sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna á Drekasvæðinu. „Útboð leyfanna mun skila tekjum í ríkissjóð, óháð því hvort olía finnist í vinnanlegu magni. Rannsóknir á svæðinu munu sömuleiðis skila gögnum til ríkisins sem annars yrði ekki aflað og nýta mætti í rannsóknir á svæðinu til framtíðar,“ segir í samantektinni. Mikil jákvæð fjárhagsleg áhrif Þá segir að ef olía finnst myndi það hafa gríðarlega jákvæð áhrif á efnahag Íslands. Viðskiptaráð segir verðmæti olíulindanna geta verið á bilinu 50 til 100 þúsund milljarðar króna en um helmingurinn af ávinningnum af olíuvinnslunni rynni til ríkissjóðs í formi skatttekna. „Útboð sérleyfanna gætu þannig haft í för með sér gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt samfélag, án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð.“ Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Finnist olía í vinnanlegu magni á svæðinu segir í nýrri samantekt Viðskiptaráðs að rannsóknir bendi til þess að á bilinu sex til tólf milljarða olíutunna sé að finna á svæðinu en það eru rannsóknir norskra olíufræðinga frá árinu 2013. Það þýði að verðmæti olíulindanna sé á bilinu 50 þúsund milljarðar króna til 100 þúsund milljarðar króna. Skatttekjur af olíulindunum yrðu á bilinu 51 til 102 milljón króna á hvern íslenskan ríkisborgara miðað við núverandi löggjöf um skattlagningu á kolvetnisvinnslu. Sú fjárhæð er ríflega 10 til 20-falt hærri en heildartekjur ríkisins á hvern ríkisborgara árið 2025. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að hann sjái ekki ástæðu til að banna olíuleit á Drekasvæðinu. Lögin væru skýr, hver sem er gæti sótt um leyfi til að leita að olíu og farið í mælingar og jafnvel grunna borun á hafsbotni. Fleiri hafa rætt um olíuleit í vikunni. Heiðar Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy sagði ráðherra verð að tala af ábyrgð í kjölfar viðtals í vikunni. Formaður Miðflokksins var svo í viðtali í Bítinu í gær sömuleiðis þar sem hann talaði fyrir því að olíuleit hæfist á ný. Sjá einnig: Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Ekki sé þörf á nýjum olíuleitarverkefnum Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkustofnunar [e. International Energy Agency] kemur fram að þeirra mati þurfi ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum myndi minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að ríki haldi hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig sagt að ef þjóðir heims ætli að ná þessum markmiðum megi ekki hefja ný olíuleitarverkefni. Þjóðir ættu frekar að leggja áherslu á aðra orkugjafa eins og sólar- og vindorku. Forsendur útreikninga Viðskiptaráðs á verðmæti olíulinda eru að verð á olíutunnu sé 68 Bandaríkjadalir og vinnslukostnaður sé 22 bandaríkjadalir á tunnu. Einn bandaríkjadalur í þessum útreikningum samsvarar 122,5 íslenskum krónum. Í útreikningum Viðskiptaráðs er gert er ráð fyrir að jafnstórt svæði verði boðið út og árið 2012 og tímabil rannsókna og vinnslu sé einnig það sama. Verði enginn olíufundur í þessari leit segir í samantekt Viðskiptaráðs að það myndi samt sem áður hafa jákvæð áhrif á ríkissjóð í formi leyfisgjalda af sérleyfunum ásamt öðrum gjöldum sem innheimtast á meðan rannsóknir stæðu yfir. Tekjur ríkissjóðs af leyfisgjöldum og öðrum gjöldum yrði um 1,2 milljarðar íslenskra króna miðað við að rannsóknir standi yfir í átta ár á jafnstóru svæði og var í höndum leyfishafa í kjölfar útboðs árið 2012. Drekasvæðið er við Jan Mayen.Viðskiptaráð Í samantekt Viðskiptaráðs er farið ítarlega yfir það hvað Drekasvæðið er, hvar það er og hver eigi rétt til að leita þar að olíu. Þá er einnig farið nokkuð ítarlega yfir sögu olíuleitar á Íslandi sem hófst árið 1985 en lauk árið 2018 þegar tvö síðustu fyrirtækin sem voru með skiluðu þeim inn. Olíuleitarsögunni var svo lokað þegar ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks setti í stjórnarsáttmála árið 2021 að ekki yrðu gefin út fleiri leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Frá þeim tíma hafa engin sérleyfi til olíuleitar verið boðin út né tilkynnt um slík áform. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkustofnunar [e. International Energy Agency] kemur fram að þeirra mati þurfi ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum myndi minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að ríki haldi hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Söguleg samantekt á olíuleit á Íslandi úr samantekt Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig sagt að ef þjóðir heims ætli að ná þessum markmiðum megi ekki hefja ný olíuleitarverkefni. Þjóðir ættu frekar að leggja áherslu á aðra orkugjafa eins og sólar- og vindorku. Í samantekt Viðskiptaráðs segir að íslensk olía yrði ein sú umhverfisvænasta í heiminum með tilliti til losunar koltvísýrings. Á heimsvísu sé losun vegna olíuvinnslu afar misjöfn eftir bæði aðstæðum og vinnsluaðferðum. Til dæmis sé hún minnst í Noregi en nærri fimmfalt meiri í Venesúela, þar sem hún er mest. Á heimsvísu er losun CO2 vegna olíuvinnslu afar misjöfn eftir aðstæðum og vinnsluaðferðum. Þar sem losunin er minnst, í Noregi, er hún um fimmfalt lægri en þar sem hún er mest, í Venesúela. Minni losun á íslenskri olíu Í samantekt Viðskiptaráðs segir að þeirra mat byggi á því að olíuvinnsla á Íslandi yrði með sambærilegum hætti og í Noregi nema olíuborpallar yrðu ekki rafvæddir. Þá segir að eins megi áætla að losun vegna olíunotkunar Íslands myndi lækka verulega ef innfluttri olíu yrði skipt út fyrir þá sem kemur frá Drekasvæðinu. Um 60 prósent af innfluttri olíu landsins komi frá ríkjum sem hafa meiri losun en vænt losun af olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þannig myndi losun minnka, bæði vegna umhverfisvænni vinnslu og minni losunar við flutning olíunnar til landsins. Tímasett áætlun yrði leyfi gefið út á árinu úr samantekt Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Að lokum segir að miðað við forsendur fyrri sérleyfa sem voru gefin út til olíuleitar megi áætla að hægt væri að hefja olíuvinnslu á Íslandi eftir 16 til 18 ár frá því að rannsóknir hefjist að nýju, að því gefnu að olía finnist á svæðinu. Viðskiptaráð telur því að stjórnvöld ættu að bjóða út á ný sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna á Drekasvæðinu. „Útboð leyfanna mun skila tekjum í ríkissjóð, óháð því hvort olía finnist í vinnanlegu magni. Rannsóknir á svæðinu munu sömuleiðis skila gögnum til ríkisins sem annars yrði ekki aflað og nýta mætti í rannsóknir á svæðinu til framtíðar,“ segir í samantektinni. Mikil jákvæð fjárhagsleg áhrif Þá segir að ef olía finnst myndi það hafa gríðarlega jákvæð áhrif á efnahag Íslands. Viðskiptaráð segir verðmæti olíulindanna geta verið á bilinu 50 til 100 þúsund milljarðar króna en um helmingurinn af ávinningnum af olíuvinnslunni rynni til ríkissjóðs í formi skatttekna. „Útboð sérleyfanna gætu þannig haft í för með sér gríðarleg tækifæri fyrir íslenskt samfélag, án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð.“
Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira