Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 18:56 Björk Áskelsdóttir er ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans. Vísir/Lýður Valberg Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“ Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“
Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira