Íslenski boltinn

John Andrews tekur við KR

Ágúst Orri Arnarson skrifar
John Andrews er mættur aftur til landsins.
John Andrews er mættur aftur til landsins.

John Andrews hefur tekið við störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR, sem spilar í Lengjudeildinni í fótbolta.

John er menntaður UEFA Pro þjálfari og hefur starfað við þjálfun í tæplega tvo áratugi, meðal annars hjá Aftureldingu, Knattspyrnusambandi Íslands, Knattspyrnusambandi Írlands, Liverpool FC International Academy, Völsungi og Víkingi.

Hann hefur mikla reynslu af þjálfun hér á landi og stýrði síðast kvennaliði Víkings í Bestu deildinni en var látinn fara í sumar eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Ásamt því að þjálfa meistaraflokk mun John hafa umsjón með starfi yngri flokka kvenna hjá KR.

KR endaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og spilaði síðast í deild þeirra bestu fyrir þremur árum en stefnir þangað aftur. 

John Andrews er mættur aftur til landsins.

Tengdar fréttir

John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“

„Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×