Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 15:06 Skemmtiferðaskip í höfn við Reykjavík. Stór hluti af áætluðum framkvæmdum Faxaflóahafna næstu fimmtán árin eru vegna nýrra viðlegukanta. Vísir/Arnar Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans. Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans.
Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira