Lífið

Klassískur ítalskur réttur sem allir elska

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ása Regins segir réttinn einfaldan og barnvænan.
Ása Regins segir réttinn einfaldan og barnvænan.

Hér á ferðinni er klassískur ítalskur pastadiskur sem ber heitið Pasta al Pomodoro, eða einfaldlega pasta með tómötum, toppað með búrrata osti. Ása Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olífa, segir réttinn bæði einfaldan og barnvænan.

„Þessi klassíski ítalski pastadiskur sem við þekkjum öll og allir einfaldlega elska. Það skiptir engu máli hvort þú bíður vinum yfir í notalega stund, græjar fljótt og vel fyrir börnin eða nýtur hans í rólegheitunum um helgina – Pasta al Pomodoro á alltaf við,“ skrifar Ása og deilir uppskriftinni á Instagram.

Pasta al Pomodoro

Hráefni:

  • Spaghetti
  • Fersk basilsósa
  • Ilmandi basilika
  • Parmesanostur
  • Rjómakenndur burrata 
  • Þín uppáhalds ólífuolía

Aðferð:

1. Sjóðum vel af vatn í stórum potti og söltum með grófu salti þegar suðan kemur upp.

2. Setjum spaghetti í pottinn og sjóðum þar til “al dente”.

3. Hitum næst basilsósu á pönnu, bætum smá ólífuolíu við og leyfum að búbbla á vægum hita á meðan spaghetti-ið sýður.

4. Þegar spaghetti-ið er soðið “al dente” bætum við því á pönnuna ásamt smá pastavatni.

5. Veltum spaghetti-inu uppúr basilsósunni þannig að það blandast vel saman.

6. Að lokum setjum við spaghetti-ið á disk og berum fram með þinni uppáhalds ólífuolíu, parmesanostinum og ferskri basiliku.

7. Til að gera diskinn örlítið fínlegri má tilla einum burrata með líka og njóta!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.