Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Hyundai á Íslandi 19. september 2025 13:07 Hyundai Santa Fe sameinar kraft, þægindi og nýjustu tækni í glæsilegum jeppa á verði sem fáir aðrir í þessum stærðarflokki geta boðið. Jeppinn er fullkomið jafnvægi milli borgarlífs, ferðalaga og útivistar. Nýi Hyundai Santa Fe jeppinn er margverðlaunaður og fjölskylduvænn jeppi sem sameinar kraft, sparneytni og nýjustu tækni. Það var því mikil tilhlökkun hjá blaðamanni Vísis þar sem hann stóð fyrir framan silfurgráa kaggann á sólríkum laugardegi fyrir utan höfuðstöðvar Hyundai á Íslandi. Framundan var reynsluakstur alla helgina í fallegu haustveðri með allri sinni litadýrð. Það fyrsta sem ég tók eftir var útlitið. Þessi jeppi er ólíkur fyrri kynslóðum Santa Fe, stílhreinn, kraftmikill og frekar sportlegur og töff. Lengd jeppans, „H“-laga LED framljósin og svarti pakkinn í grillinu gera hann mjög áberandi á götunni. Þetta er sko bíll sem kallar á athygli. Það fer vel um bílstjórann og farþegann í leðurklæddu rafdrifnu sætunum. Stórt hólfið milli sætanna inniheldur tvö geymslurými og þráðlausa hleðslu fyrir tvo síma. Það er ekki á hverjum degi sem blaðamaður sest undir stýri á sjö manna lúxusjeppa. Svona jeppa þarf maður helst að reynsluaka yfir hásumarið enda frábær bíll til að nýta í ferðalög um landið með fjölskyldu eða vinum. Því nóg er plássið, fyrir bæði farþega og farangur. En sumarfríið er víst búið og því látum við gott stefnumót yfir eina hausthelgi duga. Mjög gott rými fyrir farþegar og farangur Þrátt fyrir að bílinn hafi ekki stækkað mikið að utan frá fyrri útgáfum, þá er rýmið að innan mun meira. Það er óhætt að kalla Santa Fe sjö manna fjölskyldubíl en hann inniheldur rúmlega 620 lítra farangursrými sem jafnast næstum á við Land Cruiser. Miðröðin er rúmgóð og þægileg. Fyrir aftan glittir í öftustu sætaröðina. Báðar aftari sætaraðir hafa sitt eigið loftstýringarkerfi, gardínur og hita í öllum sætum. Farþegar aftast sitja á sleðum sem má færa fram og til baka. Þeir hafa sitt eigið loftstýringarkerfi, gardínur og hita í öllum sætum (þrjár stillingar, takk fyrir) og sama má segja um farþegana í miðröðinni. Ég prófaði sjálfur að sitja í miðröðinni og í öftustu röð og það fór afar vel um mig. Það er líka augljóst að hönnuðirnir hugsuðu um smáatriðin. Þar má t.d. nefna stóra hólfið milli framsætanna sem opnast bæði að framan og aftan þannig að aftursætisfarþegar ná í snakkið sitt sjálfir og þurfa ekki að trufla þá sem sitja fram í. Annað sem einkennir hólfið á milli framsætanna er að undir því er annað rúmgott geymslupláss. Við erum því að tala um tveir fyrir einn og nóg pláss fyrir alls kyns nauðsynjar og minna nauðsynlega hluti í bíltúrinn eða ferðalagið. Stóra hólfið milli framsætanna er virkilega vel heppnað. Þar má m.a. finna þráðlausa hleðslu fyrir tvo síma, stórt hólf sem opnast báðum megin og gott auka hólf undir hleðslusvæðinu. Santa Fe er með 60/40 skiptingu á aftursætum sem gerir bíleigendum kleift að fella niður annað aðalsætið aftur í eða sæti og miðsætið, eftir því hvað hentar hverju sinni. Þannig getur t.d. einn farþegi setið í aftursæti meðan nóg pláss er fyrir lengri farangur, eins og t.d. skíði eða brimbretti. Hólf fyrir kaffimál og vatnsflöskur eru 18 talsins sem er afar þægilegt í lengri ferðum með fullan bíl af fólki. Það má því með sanni segja að Santa Fe sé jeppi sem gerir lífið auðveldara, hvort sem það er innanbæjar eða ferðalagi um landið. Ekki bara fjölskyldubíll heldur líka lúxus jeppi En Santa Fe er ekki bara fjölskyldubíll, heldur líka lúxus jeppi. Calligraphy útgáfan er með sjónlínuskjá (HUD), leðurklædd rafdrifin þægileg sæti og BOSE hljóðkerfi með 12 hátölurum (geggjað!) sem lætur mér líða eins og ég sé staddur á góðum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Stílhreint og smekklegt stjórnborð. Einnig má nefna þráðlausa hleðslu fyrir tvo síma sem er ekki algengt að finna í nýjum bílum. Tveir 12,3” skjáir sýna allar upplýsingar á skýran og snyrtilegan hátt og bakkmyndavélin býður upp á mörg sjónarhorn sem gerir bílstjóranum auðveldara fyrir. Með Apple CarPlay og Android Auto samþættingu við snjallsíma er lítið mál að spegla öpp, tónlist og símaskránna með einföldum hætti. Mjúkur og öruggur akstur Undir húddinu er tengiltvinnkerfi, 1,6 lítra túrbó bensínvél og rafmótor sem saman skila 253 hestöflum. Jeppinn er með AWD fjórhjóladrifi (H-Trac) og sex gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn bæði mjúkan og áreiðanlegan. Stýrið er rafdrifið, mjög létt en nákvæmt og auðvelt að stilla fyrir mis hávaxna og þétta bílstjóra. Svona mynd birtist í mælaborðinu þegar gefið er stefnuljós og skipt á milli akrein. Bílstjóri sér þá betur stöðuna bak við bílinn. Þegar gefið er stefnuljós og skipt á milli akreina birtist mynd í mælaborðinu sem sýnir sjónarhornið bak við bílinn þeim megin sem keyrt er inn á og gerir aksturinn enn öruggari fyrir vikið. Drægni rafhlöðunnar er um 56 km, sem er ekki það mesta í þessum flokki en nægir vel fyrir daglegar vinnuferðir, t.d. á milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar – ef maður nýtir hleðsluna í vinnunni. Virkilega rúmgott farangursrými sem er einnig hægt að nýta sem svefnpláss. Hér liggja báðar aftari sætaraðir niðri. Farangursrýmið er einn af mörgum stórum kostum Santa Fe. Við erum að tala um 642 lítra farangursrými og séu aftursætin lögð niður erum við komin í 985 lítra rými. Það eru svona hlutir sem smábílaeigandi man eftir og saknar eftir helgina. Háskaleikur í bílhúsi Það tók blaðamann smá tíma að venjast stærðinni á bílnum en hann er 4,830 metrar á lengd og 1,9 metrar á breidd með speglum. Sem er risa munur á bílnum sem ég keyri dags daglega sem er Hyundai i10 borgarbíll sem er skráður rúmlega 3,5 metrar á lengd. Það reyndi virkilega á mig þegar ég, fyrir röð mistaka, var mættur inn í bílahúsið Traðarkot á móti Þjóðleikhúsinu þegar 8 mínútur voru í sýningu. Traðarkot var opnað fyrir um 35 árum síðan og augljóst að bílar voru talsvert minni í þá daga. Að ég skuli hafa komist upp í síðasta lausa stæðið á efstu hæð hússins og aftur til baka, án þess að reka trýnið í einhvern vegginn, flokkast undir einn af mínum stærstu sigrum í lífinu hingað til. Öryggis- og aðstoðarkerfi til fyrirmyndar Öryggis- og aðstoðarkerfin í Santa Fe eru prýðisgóð. Mörg þeirra þekkja lesendur frá öðrum nýlegum bílum en þar má t.d. nefna akreinavarann, akreinastýringu, fjarlægðarskynjara sem ná allan hringinn, sjálfvirka neyðarhemlun og vegaskiltisnema. Einnig má nefna að Santa Fe inniheldur tíu loftpúða í öllum þremur sætisröðum ökutækisins sem vernda farþega bílsins auk þess að búa yfir blindhornaviðvörun. En Santa Fe inniheldur einn öryggisþátt sem ég hef aldrei séð áður í bíl. Um er að ræða nokkurs konar nema sem greinir þegar bílstjórinn tekur augun af veginum í nokkrar sekúndur. Til dæmis til að líta á símann sinn (ég veit …). Þá birtist rautt auga (illt auga?) í mælaborði bílsins með tilheyrandi hljóði sem skammar bílstjórann fyrir þessa yfirsjón. Ég er mjög hrifinn! Eitt feitt aukastig í hús fyrir Santa Fe. Hér er hægt að kynna sér betur öryggiskerfi Santa Fe. Reykjanesviti í bakgrunni. Fjöldi viðurkenninga í húsi Það kemur mér alls ekki á óvart að Santa Fe hefur fengið fjölda viðurkenninga erlendis. Hann var m.a. valinn „SUV of the Year“ á TopGear.com Awards, valinn „Best Hybrid Seven-Seater“ á What Car? Electric Car Awards og var valinn „Seven-Seater of the Year 2025 – What Car? Awards. Einnig var hann valinn „Supreme Winner“ á Women’s Worldwide Car of the Year 2025 og sem „Best 7-Seater“ á Autotrader Drivers’ Choice Awards 2025. Það segir sitt um gæði bílsins. Santa Fe Calligraphy kostar frá 11.990.000 kr. og Santa Fe Limited kostar frá 10.990.000 kr. sem eru verð sem fáir í þessum stærðaflokki geta keppt við. Bókaðu reynsluakstur hér. Hér má sjá Santa Fe XL jeppann sem verður frumsýndur á morgun laugardag. Hann er með breytingapakka sem felur í sér upphækkun, 19" felgur, 19" grófmynstruð dekk, hlífðarpönnu og aukna veghæð. Santa Fe XL frumsýndur á morgun laugardag Á morgun, laugardaginn 20. september, mun Hyundai á Íslandi frumsýna Santa Fe XL sem er Santa Fe jeppi en með breytingapakka. Pakkinn felur í sér upphækkun, 19" felgur, 19" grófmynstruð dekk, hlífðarpönnu og aukna veghæð. Opið er milli kl. 12 og 16 og þú kæri lesandi ert velkominn í Kauptún 1 í Garðabæ. Næsta laugardag, 20. september, mun Hyundai á Íslandi frumsýna Santa Fe XL sem er Santa Fe jeppi en með breytingapakka. Pakkinn felur í sér upphækkun, 19" felgur, 19" grófmynstruð dekk, hlífðarpönnu og aukna veghæð. Opið er milli kl. 12 og 16 og þú kæri lesandi ert velkominn í Kauptún 1 í Garðabæ. Skelltu þér í prufuakstur á Hyundai Santa Fe, þú sért ekki eftir því! Stutt samantekt Nýi Hyundai Santa Fe Calligraphy er enginn venjulegur bíll, hann er ferðafélagi fyrir fjölskylduna. Santa Fe sameinar kraft, þægindi og nýjustu tækni í glæsilegum jeppa á verði sem fáir aðrir í þessum stærðarflokki geta boðið. Einhvern veginn er Santa Fe hið fullkomna jafnvægi milli borgarlífs, ferðalaga og útivistar. Þetta er bíll sem hugsar jafnt um ökumanninn og farþegana, er hlaðinn tæknilausnum sem einfalda lífið og býður upp á pláss sem erfitt er að toppa. Hvort sem það er stutt snatt eða langt ferðalag með fjölskylduna, þá er Santa Fe félagi sem tryggir bæði lúxus og öryggi. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Það fyrsta sem ég tók eftir var útlitið. Þessi jeppi er ólíkur fyrri kynslóðum Santa Fe, stílhreinn, kraftmikill og frekar sportlegur og töff. Lengd jeppans, „H“-laga LED framljósin og svarti pakkinn í grillinu gera hann mjög áberandi á götunni. Þetta er sko bíll sem kallar á athygli. Það fer vel um bílstjórann og farþegann í leðurklæddu rafdrifnu sætunum. Stórt hólfið milli sætanna inniheldur tvö geymslurými og þráðlausa hleðslu fyrir tvo síma. Það er ekki á hverjum degi sem blaðamaður sest undir stýri á sjö manna lúxusjeppa. Svona jeppa þarf maður helst að reynsluaka yfir hásumarið enda frábær bíll til að nýta í ferðalög um landið með fjölskyldu eða vinum. Því nóg er plássið, fyrir bæði farþega og farangur. En sumarfríið er víst búið og því látum við gott stefnumót yfir eina hausthelgi duga. Mjög gott rými fyrir farþegar og farangur Þrátt fyrir að bílinn hafi ekki stækkað mikið að utan frá fyrri útgáfum, þá er rýmið að innan mun meira. Það er óhætt að kalla Santa Fe sjö manna fjölskyldubíl en hann inniheldur rúmlega 620 lítra farangursrými sem jafnast næstum á við Land Cruiser. Miðröðin er rúmgóð og þægileg. Fyrir aftan glittir í öftustu sætaröðina. Báðar aftari sætaraðir hafa sitt eigið loftstýringarkerfi, gardínur og hita í öllum sætum. Farþegar aftast sitja á sleðum sem má færa fram og til baka. Þeir hafa sitt eigið loftstýringarkerfi, gardínur og hita í öllum sætum (þrjár stillingar, takk fyrir) og sama má segja um farþegana í miðröðinni. Ég prófaði sjálfur að sitja í miðröðinni og í öftustu röð og það fór afar vel um mig. Það er líka augljóst að hönnuðirnir hugsuðu um smáatriðin. Þar má t.d. nefna stóra hólfið milli framsætanna sem opnast bæði að framan og aftan þannig að aftursætisfarþegar ná í snakkið sitt sjálfir og þurfa ekki að trufla þá sem sitja fram í. Annað sem einkennir hólfið á milli framsætanna er að undir því er annað rúmgott geymslupláss. Við erum því að tala um tveir fyrir einn og nóg pláss fyrir alls kyns nauðsynjar og minna nauðsynlega hluti í bíltúrinn eða ferðalagið. Stóra hólfið milli framsætanna er virkilega vel heppnað. Þar má m.a. finna þráðlausa hleðslu fyrir tvo síma, stórt hólf sem opnast báðum megin og gott auka hólf undir hleðslusvæðinu. Santa Fe er með 60/40 skiptingu á aftursætum sem gerir bíleigendum kleift að fella niður annað aðalsætið aftur í eða sæti og miðsætið, eftir því hvað hentar hverju sinni. Þannig getur t.d. einn farþegi setið í aftursæti meðan nóg pláss er fyrir lengri farangur, eins og t.d. skíði eða brimbretti. Hólf fyrir kaffimál og vatnsflöskur eru 18 talsins sem er afar þægilegt í lengri ferðum með fullan bíl af fólki. Það má því með sanni segja að Santa Fe sé jeppi sem gerir lífið auðveldara, hvort sem það er innanbæjar eða ferðalagi um landið. Ekki bara fjölskyldubíll heldur líka lúxus jeppi En Santa Fe er ekki bara fjölskyldubíll, heldur líka lúxus jeppi. Calligraphy útgáfan er með sjónlínuskjá (HUD), leðurklædd rafdrifin þægileg sæti og BOSE hljóðkerfi með 12 hátölurum (geggjað!) sem lætur mér líða eins og ég sé staddur á góðum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Stílhreint og smekklegt stjórnborð. Einnig má nefna þráðlausa hleðslu fyrir tvo síma sem er ekki algengt að finna í nýjum bílum. Tveir 12,3” skjáir sýna allar upplýsingar á skýran og snyrtilegan hátt og bakkmyndavélin býður upp á mörg sjónarhorn sem gerir bílstjóranum auðveldara fyrir. Með Apple CarPlay og Android Auto samþættingu við snjallsíma er lítið mál að spegla öpp, tónlist og símaskránna með einföldum hætti. Mjúkur og öruggur akstur Undir húddinu er tengiltvinnkerfi, 1,6 lítra túrbó bensínvél og rafmótor sem saman skila 253 hestöflum. Jeppinn er með AWD fjórhjóladrifi (H-Trac) og sex gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn bæði mjúkan og áreiðanlegan. Stýrið er rafdrifið, mjög létt en nákvæmt og auðvelt að stilla fyrir mis hávaxna og þétta bílstjóra. Svona mynd birtist í mælaborðinu þegar gefið er stefnuljós og skipt á milli akrein. Bílstjóri sér þá betur stöðuna bak við bílinn. Þegar gefið er stefnuljós og skipt á milli akreina birtist mynd í mælaborðinu sem sýnir sjónarhornið bak við bílinn þeim megin sem keyrt er inn á og gerir aksturinn enn öruggari fyrir vikið. Drægni rafhlöðunnar er um 56 km, sem er ekki það mesta í þessum flokki en nægir vel fyrir daglegar vinnuferðir, t.d. á milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar – ef maður nýtir hleðsluna í vinnunni. Virkilega rúmgott farangursrými sem er einnig hægt að nýta sem svefnpláss. Hér liggja báðar aftari sætaraðir niðri. Farangursrýmið er einn af mörgum stórum kostum Santa Fe. Við erum að tala um 642 lítra farangursrými og séu aftursætin lögð niður erum við komin í 985 lítra rými. Það eru svona hlutir sem smábílaeigandi man eftir og saknar eftir helgina. Háskaleikur í bílhúsi Það tók blaðamann smá tíma að venjast stærðinni á bílnum en hann er 4,830 metrar á lengd og 1,9 metrar á breidd með speglum. Sem er risa munur á bílnum sem ég keyri dags daglega sem er Hyundai i10 borgarbíll sem er skráður rúmlega 3,5 metrar á lengd. Það reyndi virkilega á mig þegar ég, fyrir röð mistaka, var mættur inn í bílahúsið Traðarkot á móti Þjóðleikhúsinu þegar 8 mínútur voru í sýningu. Traðarkot var opnað fyrir um 35 árum síðan og augljóst að bílar voru talsvert minni í þá daga. Að ég skuli hafa komist upp í síðasta lausa stæðið á efstu hæð hússins og aftur til baka, án þess að reka trýnið í einhvern vegginn, flokkast undir einn af mínum stærstu sigrum í lífinu hingað til. Öryggis- og aðstoðarkerfi til fyrirmyndar Öryggis- og aðstoðarkerfin í Santa Fe eru prýðisgóð. Mörg þeirra þekkja lesendur frá öðrum nýlegum bílum en þar má t.d. nefna akreinavarann, akreinastýringu, fjarlægðarskynjara sem ná allan hringinn, sjálfvirka neyðarhemlun og vegaskiltisnema. Einnig má nefna að Santa Fe inniheldur tíu loftpúða í öllum þremur sætisröðum ökutækisins sem vernda farþega bílsins auk þess að búa yfir blindhornaviðvörun. En Santa Fe inniheldur einn öryggisþátt sem ég hef aldrei séð áður í bíl. Um er að ræða nokkurs konar nema sem greinir þegar bílstjórinn tekur augun af veginum í nokkrar sekúndur. Til dæmis til að líta á símann sinn (ég veit …). Þá birtist rautt auga (illt auga?) í mælaborði bílsins með tilheyrandi hljóði sem skammar bílstjórann fyrir þessa yfirsjón. Ég er mjög hrifinn! Eitt feitt aukastig í hús fyrir Santa Fe. Hér er hægt að kynna sér betur öryggiskerfi Santa Fe. Reykjanesviti í bakgrunni. Fjöldi viðurkenninga í húsi Það kemur mér alls ekki á óvart að Santa Fe hefur fengið fjölda viðurkenninga erlendis. Hann var m.a. valinn „SUV of the Year“ á TopGear.com Awards, valinn „Best Hybrid Seven-Seater“ á What Car? Electric Car Awards og var valinn „Seven-Seater of the Year 2025 – What Car? Awards. Einnig var hann valinn „Supreme Winner“ á Women’s Worldwide Car of the Year 2025 og sem „Best 7-Seater“ á Autotrader Drivers’ Choice Awards 2025. Það segir sitt um gæði bílsins. Santa Fe Calligraphy kostar frá 11.990.000 kr. og Santa Fe Limited kostar frá 10.990.000 kr. sem eru verð sem fáir í þessum stærðaflokki geta keppt við. Bókaðu reynsluakstur hér. Hér má sjá Santa Fe XL jeppann sem verður frumsýndur á morgun laugardag. Hann er með breytingapakka sem felur í sér upphækkun, 19" felgur, 19" grófmynstruð dekk, hlífðarpönnu og aukna veghæð. Santa Fe XL frumsýndur á morgun laugardag Á morgun, laugardaginn 20. september, mun Hyundai á Íslandi frumsýna Santa Fe XL sem er Santa Fe jeppi en með breytingapakka. Pakkinn felur í sér upphækkun, 19" felgur, 19" grófmynstruð dekk, hlífðarpönnu og aukna veghæð. Opið er milli kl. 12 og 16 og þú kæri lesandi ert velkominn í Kauptún 1 í Garðabæ. Næsta laugardag, 20. september, mun Hyundai á Íslandi frumsýna Santa Fe XL sem er Santa Fe jeppi en með breytingapakka. Pakkinn felur í sér upphækkun, 19" felgur, 19" grófmynstruð dekk, hlífðarpönnu og aukna veghæð. Opið er milli kl. 12 og 16 og þú kæri lesandi ert velkominn í Kauptún 1 í Garðabæ. Skelltu þér í prufuakstur á Hyundai Santa Fe, þú sért ekki eftir því! Stutt samantekt Nýi Hyundai Santa Fe Calligraphy er enginn venjulegur bíll, hann er ferðafélagi fyrir fjölskylduna. Santa Fe sameinar kraft, þægindi og nýjustu tækni í glæsilegum jeppa á verði sem fáir aðrir í þessum stærðarflokki geta boðið. Einhvern veginn er Santa Fe hið fullkomna jafnvægi milli borgarlífs, ferðalaga og útivistar. Þetta er bíll sem hugsar jafnt um ökumanninn og farþegana, er hlaðinn tæknilausnum sem einfalda lífið og býður upp á pláss sem erfitt er að toppa. Hvort sem það er stutt snatt eða langt ferðalag með fjölskylduna, þá er Santa Fe félagi sem tryggir bæði lúxus og öryggi.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira