Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. september 2025 22:43 Helgi Magnús Gunnarsson var vararíkissaksóknari í þrettán ár. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir að fyrrverandi samstarfsmenn sínir hafi flykt sér á bak við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og sleikt hana upp eftir að deilurnar hófust þeirra á milli. Hann hefur ekkert heyrt frá þeim eftir að tilkynnt var um starfslok hans eftir þrettán ára samstarf. „Þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt, þetta kennir manni á mannlegt eðli. Maður er hissa, heldur að maður sé að koma vel fram við fólk, maður lítur á fólk sem vinnufélaga sína og vini en svo áttar maður sig á því að það skiptir engu máli því fólk er með agenda. Það heldur að það sé gott fyrir sinn career að koma fram eins og ég veit ekki...“ Þetta segir Helgi Magnús í ítarlegu viðtali við Odd Ævar Gunnarsson um starfslokin, hótanir sem hann og fjölskylda hans sætti af hálfu Mohammad Kourani og margt fleira, sem birt var í dag á Vísi. „Jón og Gunna úti í bæ er fólkið sem sýnir þér hlýju og samstöðu, á meðan fólkið sem þú hélst að stæði þér nær, er mjög fljótt að snúa við þér bakinu.“ Sér ekki eftir neinu Helgi Magnús sér ekki eftir neinum ummælum sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því. Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohammad Kourani, segir Helgi að hann hafi frekar orðið var við það hjá sínum yfirmanni að hún gerði lítið úr því frekar en að taka hótununum alvarlega. Útlendingalögin til skammar Helgi segir að útlendingalögin sem samþykkt voru árið 2016 séu öllum sem samþykktu þau til skammar. Mál Mohammad sýni hvernig kerfið sé gallað. „Það verður að gera samning við þennan mann, um það að hann ætli að fara og ekki koma til baka. En við höfum enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki kominn aftur daginn eftir.“ „Við erum búin að horfa upp á það í mörg ár, að það eru mörg dæmi um það að lögreglumenn eru að flytja 2-3 menn, jafnvel hættulega menn, leigja 2-3 raðir í flugvél til að geta flutt þá án þess að þeir trufli aðra farþega. Það er verið að flytja þá úr landi á grundvelli brottvísunar.“ „Svo þegar búið er að sleppa þeim út á flugvellinum þangað sem þeir eru fluttir, þá eru þeir komnir upp í vél og komnir heim á undan lögreglumönnunum. Og við látum þetta viðgangast.“ Helgi segir að hann yrði ekki hissa þó Mohammad kæmi hingað til lands daginn eftir að hann færi, og bæði aftur um hæli. „Yfirvöld myndu þá komast að því að vegna mannréttinda hans þá þyrfti að fara í gegnum eitthvað ferli að neita honum eða taka afstöðu til kröfu hans um alþjóðlega vernd, það kæmi mér ekki einu sinni á óvart.“ Helgi hefur ýmislegt fyrir stafni þessi misserin en hann segist hafa verið að smíða mikið í sumar. „Ég er með kot vestur í Arnarfirði, er búinn að vera dunda mér við það og gera við húsið hérna heima líka. Hér voru farnir að fúna gluggar og svona. Svo ákvað ég að ná í lögmannaréttindi mín.“ „Ég ætla nú ekki á kaf í lögmennsku, opna stofu og vera þar 8-17, en ég ætla að taka að mér verkefni og reyna velja eitthvað sem hentar mér og minni þekkingu.“ „Það er nóg að gera, ég kann ekkert illa við þennan breytta veruleika, en á eftir að fóta mig aðeins í honum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt, þetta kennir manni á mannlegt eðli. Maður er hissa, heldur að maður sé að koma vel fram við fólk, maður lítur á fólk sem vinnufélaga sína og vini en svo áttar maður sig á því að það skiptir engu máli því fólk er með agenda. Það heldur að það sé gott fyrir sinn career að koma fram eins og ég veit ekki...“ Þetta segir Helgi Magnús í ítarlegu viðtali við Odd Ævar Gunnarsson um starfslokin, hótanir sem hann og fjölskylda hans sætti af hálfu Mohammad Kourani og margt fleira, sem birt var í dag á Vísi. „Jón og Gunna úti í bæ er fólkið sem sýnir þér hlýju og samstöðu, á meðan fólkið sem þú hélst að stæði þér nær, er mjög fljótt að snúa við þér bakinu.“ Sér ekki eftir neinu Helgi Magnús sér ekki eftir neinum ummælum sem hann hefur látið falla á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. „Nei ég hef aldrei séð eftir því. Ég held ég hafi lært af því, þroskast á því, ég get alveg sagt þér að allt sem ég hef skrifað á Facebook, ég get staðið við það. Ég skammast mín ekki fyrir að hafa sagt það.“ Eftir að hafa sætt hótunum af hálfu Mohammad Kourani, segir Helgi að hann hafi frekar orðið var við það hjá sínum yfirmanni að hún gerði lítið úr því frekar en að taka hótununum alvarlega. Útlendingalögin til skammar Helgi segir að útlendingalögin sem samþykkt voru árið 2016 séu öllum sem samþykktu þau til skammar. Mál Mohammad sýni hvernig kerfið sé gallað. „Það verður að gera samning við þennan mann, um það að hann ætli að fara og ekki koma til baka. En við höfum enga tryggingu fyrir því að hann verði ekki kominn aftur daginn eftir.“ „Við erum búin að horfa upp á það í mörg ár, að það eru mörg dæmi um það að lögreglumenn eru að flytja 2-3 menn, jafnvel hættulega menn, leigja 2-3 raðir í flugvél til að geta flutt þá án þess að þeir trufli aðra farþega. Það er verið að flytja þá úr landi á grundvelli brottvísunar.“ „Svo þegar búið er að sleppa þeim út á flugvellinum þangað sem þeir eru fluttir, þá eru þeir komnir upp í vél og komnir heim á undan lögreglumönnunum. Og við látum þetta viðgangast.“ Helgi segir að hann yrði ekki hissa þó Mohammad kæmi hingað til lands daginn eftir að hann færi, og bæði aftur um hæli. „Yfirvöld myndu þá komast að því að vegna mannréttinda hans þá þyrfti að fara í gegnum eitthvað ferli að neita honum eða taka afstöðu til kröfu hans um alþjóðlega vernd, það kæmi mér ekki einu sinni á óvart.“ Helgi hefur ýmislegt fyrir stafni þessi misserin en hann segist hafa verið að smíða mikið í sumar. „Ég er með kot vestur í Arnarfirði, er búinn að vera dunda mér við það og gera við húsið hérna heima líka. Hér voru farnir að fúna gluggar og svona. Svo ákvað ég að ná í lögmannaréttindi mín.“ „Ég ætla nú ekki á kaf í lögmennsku, opna stofu og vera þar 8-17, en ég ætla að taka að mér verkefni og reyna velja eitthvað sem hentar mér og minni þekkingu.“ „Það er nóg að gera, ég kann ekkert illa við þennan breytta veruleika, en á eftir að fóta mig aðeins í honum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31 Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01
Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri. 28. ágúst 2025 08:31
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32