Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 10:02 Erling Haaland afklæddist eftir slaginn við Arsenal í gær. Getty/Marc Atkins Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira