Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2025 09:24 Um 38 prósent þeirra sem tóku þátt í þriðju lotu rannsóknarinnar segjast hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku. VísiR/Vilhelm Einungis helmingur stórs hóps 36 ára Íslendingar sem tekur þátt í gagnasöfnun Heilsuferðalagsins telur sig við góða heilsu. Um helmingur þeirra er einnig í ofþyngd og fimmtungur þeirra á við offitu að stríða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum þriðju gagnasöfnunar Heilsuferðalagsins, sem er langtímarannsókn við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og nær til um þúsund Íslendinga sem fæddust árið 1988. Rannsóknin gengur út á að skoða þróun andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu þessara Íslendinga. Fyrst var púlsinn tekinn á þeim árið 2003, þegar þeir voru fimmtán ára. Önnur gagnasöfnunin fór svo fram árið 2011, þegar þeir voru 23 ára og sú þriðja hófst í október í fyrra og lauk í júní. Í tilkynningu segir að í þessari þriðju lotu hafi 486 Íslendingar tekið þátt, þar af 64 prósent konur. Alls hafa um þúsund Íslendingar tekið þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar ítarlega á ráðstefnu Heilsuferðalagsins í dag. Hún hefst klukkan 12:30 og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Margir í yfirþyngd Í áðurnefndri tilkynningu segir að líkamsþyngdarstuðull þátttakenda við 36 ára aldur bendi til þess að tæpur helmingur þeirra sé í ofþyngd og um fimmtungur eigi við offitu að stríða. Við fimmtán ára aldur voru fimmtán prósent þátttakenda í ofþyngd og tæp tvö prósent flokkuðust með offitu. Varðandi hreyfingu sögðust um 22 prósent ekkert hreyfa sig. Jafn margir sögðust hreyfa sig einu til tvisvar sinnum í viku. Um 38 prósent sögðust hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þá sögðust um 37 prósent þátttakenda finna mjög oft eða oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Sextíu prósent mældust með hækkaðan eða of háan blóðþrýsting. Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum þriðju gagnasöfnunar Heilsuferðalagsins, sem er langtímarannsókn við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og nær til um þúsund Íslendinga sem fæddust árið 1988. Rannsóknin gengur út á að skoða þróun andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu þessara Íslendinga. Fyrst var púlsinn tekinn á þeim árið 2003, þegar þeir voru fimmtán ára. Önnur gagnasöfnunin fór svo fram árið 2011, þegar þeir voru 23 ára og sú þriðja hófst í október í fyrra og lauk í júní. Í tilkynningu segir að í þessari þriðju lotu hafi 486 Íslendingar tekið þátt, þar af 64 prósent konur. Alls hafa um þúsund Íslendingar tekið þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar ítarlega á ráðstefnu Heilsuferðalagsins í dag. Hún hefst klukkan 12:30 og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Margir í yfirþyngd Í áðurnefndri tilkynningu segir að líkamsþyngdarstuðull þátttakenda við 36 ára aldur bendi til þess að tæpur helmingur þeirra sé í ofþyngd og um fimmtungur eigi við offitu að stríða. Við fimmtán ára aldur voru fimmtán prósent þátttakenda í ofþyngd og tæp tvö prósent flokkuðust með offitu. Varðandi hreyfingu sögðust um 22 prósent ekkert hreyfa sig. Jafn margir sögðust hreyfa sig einu til tvisvar sinnum í viku. Um 38 prósent sögðust hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þá sögðust um 37 prósent þátttakenda finna mjög oft eða oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Sextíu prósent mældust með hækkaðan eða of háan blóðþrýsting.
Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira