Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2025 11:01 KR-ingar eru í erfiðri stöðu í Bestu deild karla. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00