Viðskipti innlent

Bætist í eig­enda­hóp Stra­tegíu

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Helga Kristjánsdóttir .
Unnur Helga Kristjánsdóttir .

Unnur Helga Kristjánsdóttir hefur bæst í hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Strategía.

Í tilkynningu segir að Unnur Helga hafi starfað sem ráðgjafi hjá Strategíu frá árinu 2021 en gangi nú til liðs við eigendahóp fyrirtækisins. 

„Sérsvið Unnar Helgu lýtur að eflingu stjórnunarhátta með áherslu á uppbyggingu, samþættingu og einföldun stjórnunarkerfa, verkefni tengd umbreytingum á verklagi og skipulagi, innleiðingu markvissrar verkefnastýringar ásamt því að veita stjórnendastuðning við slíkar umbreytingar.

Unnur Helga hefur yfir 20 ára starfsreynslu í stjórnunar- og leiðtogastörfum með sérhæfingu í gæðastjórnun, verkefnastjórnun og stefnuframkvæmd. Hún hefur unnið í fjölbreyttum atvinnugreinum og unnið að eflingu stjórnunarhátta innan skipulagsheilda og leitt fjölbreytt umbótaverkefni sem stuðla að bættri árangursstjórnun.

Unnur hefur starfað lengst af sem stjórnandi innan orkugeirans og fjármálageirans áður en hún gekk til liðs við Strategíu. Hún er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og B.Sc. í viðskiptafræði og hefur sótt endurmenntun í leiðtogafærni, stefnumótun og stjórnunarháttum, m.a. frá Strategic Implementation Institute, Harvard Business School og Strategic Leadership.

Aðrir eigendur Strategíu eru Guðrún Ragnarsdóttir, Helga Hlín Hákonardóttir og Margrét Sanders,“ segir í tilkynningunni. 

Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki og hefur frá árinu 2013 veitt fjárfestum, stjórnum og stjórnendum ráðgjöf - með áherslu á stefnumótun, skipulag, stjórnarhætti og fjölbreytta stjórnunar- og rekstrarráðgjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×