Holskefla í kortunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. september 2025 22:02 Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir spár um fjölgun krabbameinsgreininga kalla á viðbrögð stjórnvalda. Vísir/Sigurjón Krabbameinstilfellum á Íslandi mun fjölga um meira en helming á næstu tveimur áratugum ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hefur áhyggjur af því hvort heilbrigðiskerfið muni ráða við þennan fjölda sjúklinga og segir mikilvægt að brugðist sé við. Krabbameinsfélagið hefur birt nýjar tölur úr Krabbameinsskrá og spá sem nær til ársins 2045. Þar má sjá að spáð er 63% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2045. Árlega greinast 2.000 manns hér á landi með krabbamein en ef spár ganga eftir munu 3.500 manns greinast með krabbamein árið 2045. „Við höfum náttúrulega mestar áhyggjur af því að heilbrigðisþjónustan verði ekki tilbúin til þess að taka við þessari aukningu. Við hjá Krabbameinsfélaginu við erum búin að vara við þessum í langan tíma vegna þess að þetta er fyrirsjáanleg staða. Þarna er fyrst og fremst um það að ræða að meðalaldur þjóðarinnar er að hækka. Við erum með gríðarlega stóra árganga sem eru að eldast núna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Spár gera ráð fyrir verulegri fjölgun krabbameinstilfella hér á landi. Vísir/Sara Fjölgunin krabbameinstilfella verði hlutfallslega meiri Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og í löndum Evrópusambandsins. „Okkur er auðvitað að fjölga og því auðvitað fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri mein. Þróunin er hins vegar langt umfram mannfjöldaþróunina.“ Krabbameinsfélagið stendur á fimmtudaginn fyrir málþingi þar sem ræddar verða nýjar tölur úr Krabbameinsskrár og rannsóknir.Vísir/Sigurjón Spár geri líka ráð fyrir því að af þeim sem fái krabbamein muni fleiri lifa af. „Góður fréttirnar eru svo að sama skapi að við erum að spá því að lifendum, þeim sem að verða á lífi árið 2045 en hafi fengið krabbamein, að þeim hafi fjölgað um 96%.“ Spár gera ráð fyrir að þeim sem fá krabbamein muni fleiri lifa lengur. Vísir/Sara Hún segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við. „Töluverður hluti þessa hóps mun þurfa krabbameinsmeðferð kannski ævilangt og margir munu líka þurfa sérhæfða þjónustu vegna aukaverkana eftir annað hvort krabbameinið sjálft eða krabbameinsmeðferðir. Við höfum í raun og veru ekki stígið þau skref sem að þarf að stíga til þess að við getum auðveldlega tekið við þessari aukningu.“ Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt nýjar tölur úr Krabbameinsskrá og spá sem nær til ársins 2045. Þar má sjá að spáð er 63% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2045. Árlega greinast 2.000 manns hér á landi með krabbamein en ef spár ganga eftir munu 3.500 manns greinast með krabbamein árið 2045. „Við höfum náttúrulega mestar áhyggjur af því að heilbrigðisþjónustan verði ekki tilbúin til þess að taka við þessari aukningu. Við hjá Krabbameinsfélaginu við erum búin að vara við þessum í langan tíma vegna þess að þetta er fyrirsjáanleg staða. Þarna er fyrst og fremst um það að ræða að meðalaldur þjóðarinnar er að hækka. Við erum með gríðarlega stóra árganga sem eru að eldast núna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Spár gera ráð fyrir verulegri fjölgun krabbameinstilfella hér á landi. Vísir/Sara Fjölgunin krabbameinstilfella verði hlutfallslega meiri Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og í löndum Evrópusambandsins. „Okkur er auðvitað að fjölga og því auðvitað fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri mein. Þróunin er hins vegar langt umfram mannfjöldaþróunina.“ Krabbameinsfélagið stendur á fimmtudaginn fyrir málþingi þar sem ræddar verða nýjar tölur úr Krabbameinsskrár og rannsóknir.Vísir/Sigurjón Spár geri líka ráð fyrir því að af þeim sem fái krabbamein muni fleiri lifa af. „Góður fréttirnar eru svo að sama skapi að við erum að spá því að lifendum, þeim sem að verða á lífi árið 2045 en hafi fengið krabbamein, að þeim hafi fjölgað um 96%.“ Spár gera ráð fyrir að þeim sem fá krabbamein muni fleiri lifa lengur. Vísir/Sara Hún segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við. „Töluverður hluti þessa hóps mun þurfa krabbameinsmeðferð kannski ævilangt og margir munu líka þurfa sérhæfða þjónustu vegna aukaverkana eftir annað hvort krabbameinið sjálft eða krabbameinsmeðferðir. Við höfum í raun og veru ekki stígið þau skref sem að þarf að stíga til þess að við getum auðveldlega tekið við þessari aukningu.“
Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira