Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2025 08:14 Yrsa Þórðardóttir. Þjóðkirkjan Séra Yrsa Þórðardóttir er látin, 63 ára að aldri. Greint er frá andlátinu á vef Þjóðkirkjunnar. Þar segir að Yrsa hafi fæðst í Reykjavík þann 7. apríl árið 1962, dóttir þeirra séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og Þórðar Arnar Sigurðssonar. Yrsa útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Sama ár fluttist hún til Frakklands og stundaði nám við hótelrekstur til ársins 1982. Árið 1983 hóf Yrsa nám í guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1987. Í kjölfarið lá leið hennar í Fnjóskadalinn, þar sem hún tók við stöðu sóknarprests á Hálsi og þjónaði hún þar til ársins 1989. „Yrsa fluttist til Strasbourg í Frakklandi árið 1989 og hóf störf hjá Evrópuráðinu. Árið 1994 sneri hún aftur til Íslands og nú lá leiðin til Fáskrúðsfjarðar, þar sem hún starfaði sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Einnig kenndi hún um tíma við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en eiginmaður hennar, sr. Carlos Ari Ferrer, var sóknarprestur á Fáskrúðsfirði til ársins 2001. Þá lá leið þeirra aftur til Reykjavíkur. Þar gegndi hún meðal annars starfi framkvæmdarstjóra ÆSKR og sinnti afleysingu héraðsprests Kjalarnessprófastsdæmis. Fyrir austan hóf Yrsa einnig nám í sálgreiningu og opnaði í kjölfarið eigin stofu í Reykjavík. Hún varð síðan prestur í Digraneskirkju til ársins 2011, en þá lágu leiðir Yrsu aftur út fyrir landsteinana. Yrsa tók við embætti sóknarprests í Strasbourg í Frakklandi árið 2011, og þjónaði þar til ársins 2014. Það ár fluttist hún til Sviss þar sem hún starfaði sem prestur í frönskumælandi hluta landsins og í afleysingum í þeim þýskumælandi. Frá árinu 2021 varð hún sóknarprestur í Morges og sinnti því embætti þangað til hún fór í leyfi sökum heilsubrests á þessu ári.Eiginmaður Yrsu er, eins og áður var getið, sr. Carlos Ari Ferrer. Eiga þau þrjú uppkomin börn: Tuma, Ingibjörgu, og Mörtu. Barnabörnin eru Kolbeinn Þinur og Þórbergur Váli,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar. Andlát Þjóðkirkjan Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Greint er frá andlátinu á vef Þjóðkirkjunnar. Þar segir að Yrsa hafi fæðst í Reykjavík þann 7. apríl árið 1962, dóttir þeirra séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og Þórðar Arnar Sigurðssonar. Yrsa útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Sama ár fluttist hún til Frakklands og stundaði nám við hótelrekstur til ársins 1982. Árið 1983 hóf Yrsa nám í guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1987. Í kjölfarið lá leið hennar í Fnjóskadalinn, þar sem hún tók við stöðu sóknarprests á Hálsi og þjónaði hún þar til ársins 1989. „Yrsa fluttist til Strasbourg í Frakklandi árið 1989 og hóf störf hjá Evrópuráðinu. Árið 1994 sneri hún aftur til Íslands og nú lá leiðin til Fáskrúðsfjarðar, þar sem hún starfaði sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Einnig kenndi hún um tíma við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, en eiginmaður hennar, sr. Carlos Ari Ferrer, var sóknarprestur á Fáskrúðsfirði til ársins 2001. Þá lá leið þeirra aftur til Reykjavíkur. Þar gegndi hún meðal annars starfi framkvæmdarstjóra ÆSKR og sinnti afleysingu héraðsprests Kjalarnessprófastsdæmis. Fyrir austan hóf Yrsa einnig nám í sálgreiningu og opnaði í kjölfarið eigin stofu í Reykjavík. Hún varð síðan prestur í Digraneskirkju til ársins 2011, en þá lágu leiðir Yrsu aftur út fyrir landsteinana. Yrsa tók við embætti sóknarprests í Strasbourg í Frakklandi árið 2011, og þjónaði þar til ársins 2014. Það ár fluttist hún til Sviss þar sem hún starfaði sem prestur í frönskumælandi hluta landsins og í afleysingum í þeim þýskumælandi. Frá árinu 2021 varð hún sóknarprestur í Morges og sinnti því embætti þangað til hún fór í leyfi sökum heilsubrests á þessu ári.Eiginmaður Yrsu er, eins og áður var getið, sr. Carlos Ari Ferrer. Eiga þau þrjú uppkomin börn: Tuma, Ingibjörgu, og Mörtu. Barnabörnin eru Kolbeinn Þinur og Þórbergur Váli,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar.
Andlát Þjóðkirkjan Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira