Viðskipti innlent

Rúna nýr inn­kaupa­stjóri Banana

Atli Ísleifsson skrifar
Rúna Sigurðardóttir
Rúna Sigurðardóttir

Rúna Sigurðardóttir hefur verið ráðin innkaupastjóri Banana, dótturfélags Haga hf. og hefur þegar tekið til starfa.

Í tilkynningu segir að Rúna hafi áður starfað sem innkaupastjóri hjá Marel þar sem hún hafi sinnt margvíslegum og krefjandi verkefnum í innkaupum, aðfangastýringu og vöruþróun. 

„Hún leiddi teymi bæði á Íslandi og erlendis og var í forystu í alþjóðlegum verkefnum sem skiluðu aukinni rekstrarhagkvæmni, bættri aðfangakeðju og styrkti nýsköpun innan fyrirtækisins.

Hún er með MSc í Logistics & Supply Chain Management frá Vrije University í Amsterdam og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Rúna hefur áralanga reynslu af stefnumótun og markvissum ferlaumbótum sem hafa eflt rekstur og árangur, bæði í krafti náms og víðtækrar starfsreynslu.“

Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum og mötuneytum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×