Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2025 11:24 Ásthildur Úa Sigurðardóttir kemur inn í Óresteiu í stað Elínar Sifjar Halldórsdóttur en æfingar hefjast á næstunni. Vísir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir hefur tekið við af Elínu Sif Halldórsdóttur sem átti að leika aðalhlutverkið í Óresteiu, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári. Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári.
Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira