Lífið

Minntist bróður síns fyrir fullum sal

Bjarki Sigurðsson skrifar
Matthías Ægisson (t.h.) fór fyrir hljómsveitinni. Aðrir meðlimir voru Margrét Sigurðardóttir, bróðurdóttir Gylfa, á bassa, Sigurður V. Dagbjartsson (t.v. á mynd) sem söng og spilaði á gítar, Heiða Hrönn Harðardóttir söng og Benjamín Ingi Böðvarsson spilaði á trommur.
Matthías Ægisson (t.h.) fór fyrir hljómsveitinni. Aðrir meðlimir voru Margrét Sigurðardóttir, bróðurdóttir Gylfa, á bassa, Sigurður V. Dagbjartsson (t.v. á mynd) sem söng og spilaði á gítar, Heiða Hrönn Harðardóttir söng og Benjamín Ingi Böðvarsson spilaði á trommur. Vísir/Sigurjón

Gylfa Ægissonar var minnst á tónleikum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Hátíðarsalur heimilisins var troðfullur þegar bróðir Gylfa söng bestu perlur hans ásamt hljómsveit.

Gylfi var bráðkvaddur á heimili sínu 23. júlí síðastliðinn. Hann var einn af þekktustu tónlistarmönnum Íslandssögunnar og samdi nokkrar af vinsælustu dægurperlum þjóðarinnar. Matthías Ægisson, bróðir Gylfa, stóð fyrir tónleikunum.

Gestir höfðu gaman af, líkt og heyra má í klippunni hér fyrir neðan. 

Tónleikarnir voru sýndir á skjá á efri hæðum Hrafnistu fyrir íbúa sem höfðu ekki tök á því að fara niður í salinn á jarðhæð. Á milli laga sagði Matthías gestum sögur og fróðleiksmola um verk bróður síns.

Gestir skemmtu sér konunglega.Vísir/Sigurjón

„Og sumar sem ég sagði ekki. Eins og þegar Í sól og sumaryl varð til í Lystigarðinum á Akureyri. Pálmi Matthíasson ætlaði að skella Gylfa í steinninn, hann hafði verið með óspektir. Gylfi bað hann að bíða aðeins og leyfa honum að klára. Hann væri að semja lag. Þannig það er meðal annars Pálma að þakka að Í sól og sumaryl er til,“ segir Matthías.

„Maður verður viðkvæmur og meyr. Eins og lagið um mömmu sem er ofboðslega fallegt. Þá fer maður að hugsa til baka.“


Tengdar fréttir

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.