Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 21:55 Frá aðgerðum dönsku lögreglunnar við Kastrup flugvöll í fyrradag. EPA/Steven Knap Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins segir að flugvellinum hafi verið lokað vegna þessa og að í hið minnsta fjórum flugvélum hafi verið stefnt annað. Lögregla er á vettvangi. Lögreglan í Álaborg heldur blaðamannafund vegna málsins klukkan 22:00 að íslenskum tíma. Þá hefur danska ríkislögreglan sent frá sér yfirlýsingu um að hún hyggist halda blaðamannafund hálftíma síðar, klukkan 22:30 að íslenskum tíma um drónaflug í landinu undanfarna daga. Samkvæmt lögreglunni í Álaborg sást fleiri en einn dróni á sveimi yfir flugvellinum. Eigi lögregla möguleika á að skjóta þá niður þá verður það gert ef það er talið öruggt, að því er fram kemur á blaðamannafundi sem hófst fyrir skemmstu. Fram kemur í umfjöllun TV2 að lögregla telji að nú þegar komið er á tíunda tímann á Íslandi séu enn drónar í lofti yfir flugvellinum. Jesper Bøjgaard lögreglustjóri lögreglunnar á Norður-Jótlandi segir að farþegum á flugvellinum og íbúum í Álaborg stafi ekki hætta af drónunum. Markmiðið sé að finna þá sem beri ábyrgð. Hann vill ekki segja til um hve stórir drónarnir séu eða hvort að þeir sem fljúgi þeim séu í grennd við flugvöllinn. Ekki sé hægt að segja til um það á þessum tímapunkti hvort drónaflugið muni koma til með að hafa áhrif á flugferðir frá vellinum í fyrramálið. Dönsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um það hvern þau gruni um að bera ábyrgð vegna flugsins. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur fullyrt að Rússar beri ábyrgð. Fréttin verður uppfærð. Rigspolitiet inviterer til doorstep kl. 00.30 på Polititorvet i København foran Københavns Politigård. Her vil rigspolitichef Thorkild Fogde give en status på de seneste dages hændelser vedrørende mistænkelig droneaktivitet #politidk— Rigspolitiet (@Rigspoliti) September 24, 2025 Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins segir að flugvellinum hafi verið lokað vegna þessa og að í hið minnsta fjórum flugvélum hafi verið stefnt annað. Lögregla er á vettvangi. Lögreglan í Álaborg heldur blaðamannafund vegna málsins klukkan 22:00 að íslenskum tíma. Þá hefur danska ríkislögreglan sent frá sér yfirlýsingu um að hún hyggist halda blaðamannafund hálftíma síðar, klukkan 22:30 að íslenskum tíma um drónaflug í landinu undanfarna daga. Samkvæmt lögreglunni í Álaborg sást fleiri en einn dróni á sveimi yfir flugvellinum. Eigi lögregla möguleika á að skjóta þá niður þá verður það gert ef það er talið öruggt, að því er fram kemur á blaðamannafundi sem hófst fyrir skemmstu. Fram kemur í umfjöllun TV2 að lögregla telji að nú þegar komið er á tíunda tímann á Íslandi séu enn drónar í lofti yfir flugvellinum. Jesper Bøjgaard lögreglustjóri lögreglunnar á Norður-Jótlandi segir að farþegum á flugvellinum og íbúum í Álaborg stafi ekki hætta af drónunum. Markmiðið sé að finna þá sem beri ábyrgð. Hann vill ekki segja til um hve stórir drónarnir séu eða hvort að þeir sem fljúgi þeim séu í grennd við flugvöllinn. Ekki sé hægt að segja til um það á þessum tímapunkti hvort drónaflugið muni koma til með að hafa áhrif á flugferðir frá vellinum í fyrramálið. Dönsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um það hvern þau gruni um að bera ábyrgð vegna flugsins. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur fullyrt að Rússar beri ábyrgð. Fréttin verður uppfærð. Rigspolitiet inviterer til doorstep kl. 00.30 på Polititorvet i København foran Københavns Politigård. Her vil rigspolitichef Thorkild Fogde give en status på de seneste dages hændelser vedrørende mistænkelig droneaktivitet #politidk— Rigspolitiet (@Rigspoliti) September 24, 2025
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira