NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 25. september 2025 11:45 Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun