NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 25. september 2025 11:45 Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í 75 ár hefur NATO verið skjöldur Evrópu. Ísland, herlaust land, hefur hingað til treyst á þennan skjöld í barnslegri blindni. Nú er skjöldurinn kolryðgaður. Donald Trump hótar að yfirgefa bandalagið og málflutningur hans ýtir undir klofninginn sem virðist óumflýjanlegur. Austur-Evrópa heldur fast í NATO. Vestur-Evrópa undirbýr að taka stjórnina. Ísland stendur á erfiðum tímamótum. Austrið treystir á NATO Pólland, Eistland, Lettland og Litháen líta á NATO og sérstaklega Bandaríkin sem einu raunverulegu vörnina gegn Rússum. Þau kaupa bandarísk vopn, hýsa hermenn og halda fast í bandalagið. Fyrir þessi ríki er NATO spurning um líf og dauða. Vestrið undirbýr eigin varnir Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía vita að stuðningur Bandaríkjanna er ekki lengur sjálfgefinn. Þau undirbúa því evrópskt varnarkerfi með sameiginlegri herstjórn, hraðvirku viðbragðskerfi og samræmdum útgjöldum. Þetta er í reynd evrópskur her í fæðingu – þó hann sé ekki kallaður því nafni. Vestur-Evrópa predikar eins og prestur um lýðræði, en safnar vopnum. Þetta tvennt fer óneitanlega illa saman. Skilnaðarbarnið Ísland Ísland hefur ekki eigin her en er landfræðilega í lykilstöðu. Keflavík og Norður-Atlantshafið skipta sköpum í vestrænum vörnum. Ef NATO veikist enn frekar þarf Ísland að velja hvort það treystir enn frekar á tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin eða tengjast evrópsku varnarkerfi. Þetta verður vitaskuld fókus íslenskra stjórnmálamanna og almenningur á Íslandi má því búast við litlum og hægfara úrbótum í innanlandsmálum í þessari heimsstöðu. Hverjum klukkan glymur Hverjir munu verja lofthelgina og hafsvæðið okkar ef NATO klofnar í sundur? Skilnaðir eru erfiðir en oft óumflýjanlegir. Ísland þarf fyrr en síðar að ákveða hvoru foreldrinu það fylgir – Washington eða Brussel. Höfundur er leikkona.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar