Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. september 2025 13:31 Berta Sigríðardóttir er orðin þreytt að ástandi tilhugalífsins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/Facebook Berta Sigríðardóttir lýsir raunum sínum af því að vera 27 ára einhleyp kona í Reykjavík í pistli í Morgunblaðinu í dag. Hún segir tilhugalífið minna á lélegt bókunarkerfi og að miðbærinn breytist í útsölumarkað fyrir lokun. „Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi. Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi.
Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein