Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 13:51 Fuglaflensa gengur enn í villtum fuglum hér á landi. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensa greindist í talsverðum fjölda fugla sem fundust dauðir við Blönduós fyrir skömmu og í einni kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að fyrir skömmu hafi á annan tug stormmáfa og hettumáfa fundist dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni hafi verið tekin og í þeim greinst skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 hai einnig greinst í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta hafi Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum staðfest í gær. Fyrstu smitin þetta haustið Um sé að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, hafi einnig greinst hérlendis síðasta vetur. Óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé lítið vitað um útbreiðslu. Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim. Hræ skuli látin liggja Matvælastofnun hvetji almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem hann finnur. Það sé gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“ á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt sé að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með. Almenna reglan sé að hræ af villtum fugli er látið liggja. Sé hræ aftur á móti þannig staðsett að það þurfi að fjarlægja, til dæmis nálægt hýbýlum fólks, þurfi að gæta að einstaklings- og sóttvörnum og nota til verksins einnota hanska og veiruheldar grímur. Veiðimenn séu hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skuli veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir og gera Matvælastofnunina viðvart. Þó skuli það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Ennfremur sé bent á leiðbeiningar á upplýsingasíðu um fuglainflúensu um hvað skuli gera þegar veikir eða dauðir fuglar eða önnur villt dýr finnast. Fuglar Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að fyrir skömmu hafi á annan tug stormmáfa og hettumáfa fundist dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni hafi verið tekin og í þeim greinst skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 hai einnig greinst í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta hafi Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum staðfest í gær. Fyrstu smitin þetta haustið Um sé að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, hafi einnig greinst hérlendis síðasta vetur. Óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé lítið vitað um útbreiðslu. Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim. Hræ skuli látin liggja Matvælastofnun hvetji almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem hann finnur. Það sé gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“ á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt sé að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með. Almenna reglan sé að hræ af villtum fugli er látið liggja. Sé hræ aftur á móti þannig staðsett að það þurfi að fjarlægja, til dæmis nálægt hýbýlum fólks, þurfi að gæta að einstaklings- og sóttvörnum og nota til verksins einnota hanska og veiruheldar grímur. Veiðimenn séu hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skuli veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir og gera Matvælastofnunina viðvart. Þó skuli það tekið fram að heilbrigðir fuglar geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Ennfremur sé bent á leiðbeiningar á upplýsingasíðu um fuglainflúensu um hvað skuli gera þegar veikir eða dauðir fuglar eða önnur villt dýr finnast.
Fuglar Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira