Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2025 22:55 Birna Þórisdóttir og Jóhanna E. Torfadóttir ræddu næringu barna í Bítinu í morgun. Bylgjan Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hafa verið að fylgjast með barnamat sem er í boði á Íslandi frá því 2016 og það séu breytingar að eiga sér stað. Skvísur séu fyrirferðarmiklar en á sama tíma hafi einnig aukist framboð á mat sem börn geti týnt upp í sig sjálf. Hún segir það áhyggjuefni ef börn fá mikið af skvísum. Þá séu þau í raun ekki að borða á hefðbundinn hátt. Þau sjái hann ekki og finni ekki lyktina af honum. „Það er verið að taka burt af skynjuninni í kringum matinn,“ segir Jóhanna. Skvísurnar geti verið þægilegar á ferðinni en eigi ekki að koma í stað matar eða vera notaðar dagsdaglega. „Það hafa verið áhyggjur af þessu og að börn læri ekki að borða almennilega ef það er mjög mikil notkun á þessu,“ segir Birna Aukin tengsl við matvendni Hún segir ekki búið að rannsaka þetta eða slæm áhrif þess en það sé verið að gera það. Hún hafi skoðað þetta sjálf líka. Þær rannsóknir sem hafi verið framkvæmdar tengdi mikla notkun á skvísum við aukna matvendni meðal barna en það sé ekki endilega vitað hvað sé orsök og hvað sé afleiðing. „Þetta er frekar næringarlítið almennt séð og ansi vökvakennt, því það þarf að vera hægt að kreista þetta og sjúga, þannig næringarþéttnin er ekki sambærileg við að borða máltíð, eða graut eða eitthvað þess háttar.“ Betra að börn borði „venjulegan mat“ Birna segir mikil úrval af tilbúnum barnamat í dag. Það séu áhyggjur af því að skvísur til dæmis séu næringarsnauðar. Í þeim séu kolvetni sem séu mjög niðurbrotin og séu fríar sykrur og það séu margar vörur þannig. Hún segir mikilvægt að passa upp á gæði í barnamat og það sé það sem alþjóðasamfélagið kalli eftir. Hún segir ákveðið tímabil í lífi ungbarns þar sem þau þurfa aðstoð við að borða en eftir það sé betra að barnið borði „venjulegan mat“. Birna segir ekki nægilega vitneskju á Íslandi um mataræði barna til að vita hvort að þau skorti einhver næringarefni. Það sé þörf á að fylgjast með þessu eins og öðru. „Við verðum að vita hvað börn á Íslandi eru að borða og í raun og veru vitum við það ekki nægilega vel og það er vandamál,“ segir Birna. Barn verði að prófa nýjan mat allt að tuttugu sinnum Jóhanna segir að þó svo að margir gefi börnunum sínum skvísur sé það yfirleitt með öðru og að börnin fái yfirleitt annan mat og fólk sé jafnvel að mauka sjálft. Það sem geti verið áhyggjuefni sé ef börn eru að fá mjög mikið af skvísum og ekki annan mat. „Það er talað um 15 til 20 skipti þegar þú ert að prófa nýjan mat, til að barnið samþykki hann,“ segir Jóhanna. Það sé best að vera með eitthvað sem barnið þekkir og svo að bjóða eitthvað nýtt með. Hún segir einnig mikilvægt að börn fái að leika sér með mat, handleika hann því fólk borði ekki bara með munninum. Jóhanna og Birna fjalla um þetta á málþinginu Heilsan okkar í Þjóðminjasafninu á morgun. Þar verður fjallað um næringu og fæðuumhverfi barna. Birna mun þar fjalla um skvísur og Jóhanna um rannsókn á joðhag tveggja til þriggja ára barna. Þá mun Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ og við Uppsala háskóla, Svíþjóð fjalla um matvendni barna og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, fjalla um koffín neyslu, fæðuval og svefn unglinga. Hægt verður að horfa á fundinn í streymi hér. Börn og uppeldi Bítið Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Birna segist hafa verið að fylgjast með barnamat sem er í boði á Íslandi frá því 2016 og það séu breytingar að eiga sér stað. Skvísur séu fyrirferðarmiklar en á sama tíma hafi einnig aukist framboð á mat sem börn geti týnt upp í sig sjálf. Hún segir það áhyggjuefni ef börn fá mikið af skvísum. Þá séu þau í raun ekki að borða á hefðbundinn hátt. Þau sjái hann ekki og finni ekki lyktina af honum. „Það er verið að taka burt af skynjuninni í kringum matinn,“ segir Jóhanna. Skvísurnar geti verið þægilegar á ferðinni en eigi ekki að koma í stað matar eða vera notaðar dagsdaglega. „Það hafa verið áhyggjur af þessu og að börn læri ekki að borða almennilega ef það er mjög mikil notkun á þessu,“ segir Birna Aukin tengsl við matvendni Hún segir ekki búið að rannsaka þetta eða slæm áhrif þess en það sé verið að gera það. Hún hafi skoðað þetta sjálf líka. Þær rannsóknir sem hafi verið framkvæmdar tengdi mikla notkun á skvísum við aukna matvendni meðal barna en það sé ekki endilega vitað hvað sé orsök og hvað sé afleiðing. „Þetta er frekar næringarlítið almennt séð og ansi vökvakennt, því það þarf að vera hægt að kreista þetta og sjúga, þannig næringarþéttnin er ekki sambærileg við að borða máltíð, eða graut eða eitthvað þess háttar.“ Betra að börn borði „venjulegan mat“ Birna segir mikil úrval af tilbúnum barnamat í dag. Það séu áhyggjur af því að skvísur til dæmis séu næringarsnauðar. Í þeim séu kolvetni sem séu mjög niðurbrotin og séu fríar sykrur og það séu margar vörur þannig. Hún segir mikilvægt að passa upp á gæði í barnamat og það sé það sem alþjóðasamfélagið kalli eftir. Hún segir ákveðið tímabil í lífi ungbarns þar sem þau þurfa aðstoð við að borða en eftir það sé betra að barnið borði „venjulegan mat“. Birna segir ekki nægilega vitneskju á Íslandi um mataræði barna til að vita hvort að þau skorti einhver næringarefni. Það sé þörf á að fylgjast með þessu eins og öðru. „Við verðum að vita hvað börn á Íslandi eru að borða og í raun og veru vitum við það ekki nægilega vel og það er vandamál,“ segir Birna. Barn verði að prófa nýjan mat allt að tuttugu sinnum Jóhanna segir að þó svo að margir gefi börnunum sínum skvísur sé það yfirleitt með öðru og að börnin fái yfirleitt annan mat og fólk sé jafnvel að mauka sjálft. Það sem geti verið áhyggjuefni sé ef börn eru að fá mjög mikið af skvísum og ekki annan mat. „Það er talað um 15 til 20 skipti þegar þú ert að prófa nýjan mat, til að barnið samþykki hann,“ segir Jóhanna. Það sé best að vera með eitthvað sem barnið þekkir og svo að bjóða eitthvað nýtt með. Hún segir einnig mikilvægt að börn fái að leika sér með mat, handleika hann því fólk borði ekki bara með munninum. Jóhanna og Birna fjalla um þetta á málþinginu Heilsan okkar í Þjóðminjasafninu á morgun. Þar verður fjallað um næringu og fæðuumhverfi barna. Birna mun þar fjalla um skvísur og Jóhanna um rannsókn á joðhag tveggja til þriggja ára barna. Þá mun Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ og við Uppsala háskóla, Svíþjóð fjalla um matvendni barna og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, fjalla um koffín neyslu, fæðuval og svefn unglinga. Hægt verður að horfa á fundinn í streymi hér.
Börn og uppeldi Bítið Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent