Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 09:02 Stjörnukonur fagna sigurmarkinu gegn Breiðabliki í gærkvöld. vísir/Diego Það voru skoruð mögnuð mörk í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld og nóg um að vera. Stjarnan frestaði Íslandsmeistarafögnuði Breiðabliks, Þróttur var 2-1 undir gegn Víkingi í uppbótartíma en vann, FH og Valur skildu jöfn og Þór/KA tryggði sæti sitt. Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri. Besta deild kvenna Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri.
Besta deild kvenna Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira