Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd erlendis. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. „Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent