Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lovísa Arnardóttir skrifar 27. september 2025 15:01 Frá upptökum á efni fyrir TV1.is, Á myndinni eru Dr. Erla Björnsdóttir og Þorsteinn J. Gunnar Svanberg Skúlason Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. „Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
„Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira