Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 14:44 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. „Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira