Lífið

Er hún með „Bennifer“ háls­men?

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jennifer Lopez birti mynd af sér á Instagram í vikunni og er óhætt að segja að hún hafi vakið mikla undrun hjá fylgjendum sínum.
Jennifer Lopez birti mynd af sér á Instagram í vikunni og er óhætt að segja að hún hafi vakið mikla undrun hjá fylgjendum sínum. Instagram

Aðdáendur stórstjörnunnar Jennifer Lopez ráku upp stór augu þegar hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni með gullmen um hálsin sem virtist vera með áletruninni „Bennifer“ - sem er samsett nafn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar Ben Affleck.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hjónaband Lopez og Affleck undanfarin ár, en þau skildu í janúar 2025 eftir tveggja ára hjónaband. Affleck og Lopez áttu áður í frægu ástarsambandi árin 2002–2004 en fóru að hittast aftur í júlí 2021.

Lopez sótti um skilnað í ágúst 2024. Þau giftu sig í Las Vegas í júlí 2022 en héldu stóra brúðkaupsveislu í Georgíu mánuði síðar. Þau eiga engin börn saman.

Spegilmyndin blekkti 

Umrædd mynd af Lopez er speglamynd, sem gerir það að verkum að hálsmenið virðist snúa öfugt. Fylgjendur hennar rýndu í myndina og í fyrstu virtist standa „Bennifer“á meninu en við nánari athugun er þó ljóst að það stendur í raun „Jennifer“. 

Fjöldi aðdáenda hennar hafa skrifað ummæli við myndina á Instagram: „Stendur BENNIFER á hálsmeninu?“ skrifaði einn fylgjandi. 

Annar spurði: „Stendur Bennifer á hálsmeninu? Eða þarf ég að fá mér gleraugu?“

Tók enginn eftir Bennifer hálsmeninu?“ skrifað enn annar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.