Fótbolti

Héldu vöku fyrir leik­mönnum Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Búast má við að Hugo Ekitike verði í byrjunarliði Liverpool í kvöld en spurning hversu vel hann svaf í nótt.
Búast má við að Hugo Ekitike verði í byrjunarliði Liverpool í kvöld en spurning hversu vel hann svaf í nótt. Samsett/Getty/X

Stuðningsmenn Galatasaray í Tyrklandi vöktu frameftir í von um að trufla svefn leikmanna Liverpool sem gistu á hóteli í Istanbúl í nótt. Liðin eigast við í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Um er að ræða þekkta taktík á meðal fótboltabullna sem eiga til að hafa uppi á hóteli gestaliðsins og sprengja flugelda í gríð og erg í von um að trufla svefn leikmanna andstæðingsins. Myndbönd hafa birst af stuðningsmönnum Galatasaray á samfélagsmiðlum þar sem þeir gera nákvæmlega það.

Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif þetta hefur á leikmenn Liverpool sem þurftu að þola fyrsta deildartap tímabilsins um nýliðna helgi í heimsókn sinni til Crystal Palace á Selhurst Park.

Liverpool vann fyrsta leik sinn í Meistaradeildinni, 3-2 gegn Atlético Madrid á Anfield.

Galatasaray fór öllu verr af stað í keppninni og tapaði 5-1 fyrir Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Leikur Galatasaray og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×